Barr leggur fram nýtt tilboð í Pliva á móti Actavis 9. september 2006 00:01 Auglýsing Actavis í króatíu. Svona lítur út heilsíðuauglýsing frá Actavis sem birtist í króatískum dagblöðum fyrir helgi. Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis. Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis.
Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira