Bankarnir spá 50 punkta hækkun stýrivaxta í dag 14. september 2006 09:29 Á bensínstöðinni Lækkun bensínverðs er meðal þess sem vegur þungt í verðbólgumælingu Hagstofunnar, en verðbólga milli mánaða reyndist minni en spáð hafði verið, þrátt fyrir útsölulok.Fréttablaðið/Valli Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira