Almennir hluthafar hagnast um 177 milljónir króna 16. september 2006 00:01 Í Kauphöll Íslands Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sýnir forsvarsmönnum Exista og gestum Kauphallarinnar hvar sjá megi tilboðsgengi í bréf Exista áður en fyrstu viðskipti með bréf þess hófust í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira