Viðskipti innlent

Fjallað um Porter

michael Porter Einn helsti hugsuður viðskiptalífsins er væntanlegur hingað til lands í október. Af því tilefni heldur Runólfur Smári Steinþórsson prófessor fyrir­lestur um Porter í dag.
michael Porter Einn helsti hugsuður viðskiptalífsins er væntanlegur hingað til lands í október. Af því tilefni heldur Runólfur Smári Steinþórsson prófessor fyrir­lestur um Porter í dag.

Í dag heldur Runólfur Smári Steinþórsson prófessor fyrirlestur um Michael E. Porter, prófessor við Harvard-háskóla, undir yfirskriftinni "Einn helsti hugsuður heims - ágrip um Michael E. Porter". Er fyrir­lesturinn hluti af málstofuröð Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar.

Í erindinu er sagt frá Porter, sem er viðurkenndur sem einn helsti hugsuður viðskiptalífsins. Einnig verða helstu verk Porters kynnt og sérstaklega fjallað um eitt framlag hans; samkeppniskraftagreininguna, sem kennd er í viðskiptaháskólum og notuð af árangursríkum fyrirtækjum víða um heim.

Tilefni fyrirlestrarins er koma Porters hingað til lands hinn 2. október næstkomandi en í heimsókninni heldur Porter tvo fyrirlestra; annan um samkeppnishæfni Íslands og hinn um stefnumótun, ásamt því að taka við heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og er haldinn klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×