Erum á góðum stað í samrunaferli kauphalla 20. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Viðskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi.
Viðskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira