Áskorun til félagsmálaráðherra Jóhanna sigurðardóttir skrifar 21. september 2006 06:00 Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á 370 fötluðum grunnskólabörnum og foreldrum þeirra eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi, heldur um hvort það sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að veita þessa þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitarfélaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin sé upp algjör pattstaða. Það gengur hreinlega ekki, því á meðan líða 370 fatlaðir einstaklingar, foreldrar þeirra og aðstandendur, sem þurfa jafnvel að minnka við sig vinnu vegna þessara kerfisdeilna. Við þessar aðstæður er það skylda félagsmálaráðherra að höggva á þennan hnút. Skora ég á félagsmálaráðherra að leysa málið tafarlaust. Ef lagaákvæði eru óljós á strax að breyta þeim. Ríki og sveitarfélög greinir líka á um útgjöldin vegna þessarar þjónustu sem ríki metur á rúmlega 100 milljónir en sveitarfélög nær 200 milljónum. Ríkið vill setja hámark á greiðslurnar og greiða einungis samanlagt 50-55 milljónir og inni í því er 45 milljón kr. kostnaður sem nú þegar er greiddur vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á sjálfseignarstofnunum sem hagsmunasamtök fatlaðra reka eins og Lyngás. Ríkið virðist því einungis tilbúið að leggja til 10 milljónir af heildarkostnaði á bilinu 100-200 milljónir sem lengd viðvera 10-16 ára fatlaðra barna kostar. Félagsmálaráðherra verður að fá óvilhalla aðila til að meta með hlutlausum hætti raunverulegan kostnað við þessa þjónustu. Þeim kostnaði á að skipta refjalaust og án allra undanbragða milli ríkis og sveitarfélaga þar til Alþingi hefur með lögum kveðið skýrt á um hvort ríki eða sveitarfélaga eða þau sameiginlega eiga að reka og kosta þessa þjónustu. Málið verður tekið fyrir nú í upphafi þings hafi félagsmálaráðherra ekki orðið við þessari áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á 370 fötluðum grunnskólabörnum og foreldrum þeirra eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi, heldur um hvort það sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að veita þessa þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitarfélaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin sé upp algjör pattstaða. Það gengur hreinlega ekki, því á meðan líða 370 fatlaðir einstaklingar, foreldrar þeirra og aðstandendur, sem þurfa jafnvel að minnka við sig vinnu vegna þessara kerfisdeilna. Við þessar aðstæður er það skylda félagsmálaráðherra að höggva á þennan hnút. Skora ég á félagsmálaráðherra að leysa málið tafarlaust. Ef lagaákvæði eru óljós á strax að breyta þeim. Ríki og sveitarfélög greinir líka á um útgjöldin vegna þessarar þjónustu sem ríki metur á rúmlega 100 milljónir en sveitarfélög nær 200 milljónum. Ríkið vill setja hámark á greiðslurnar og greiða einungis samanlagt 50-55 milljónir og inni í því er 45 milljón kr. kostnaður sem nú þegar er greiddur vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á sjálfseignarstofnunum sem hagsmunasamtök fatlaðra reka eins og Lyngás. Ríkið virðist því einungis tilbúið að leggja til 10 milljónir af heildarkostnaði á bilinu 100-200 milljónir sem lengd viðvera 10-16 ára fatlaðra barna kostar. Félagsmálaráðherra verður að fá óvilhalla aðila til að meta með hlutlausum hætti raunverulegan kostnað við þessa þjónustu. Þeim kostnaði á að skipta refjalaust og án allra undanbragða milli ríkis og sveitarfélaga þar til Alþingi hefur með lögum kveðið skýrt á um hvort ríki eða sveitarfélaga eða þau sameiginlega eiga að reka og kosta þessa þjónustu. Málið verður tekið fyrir nú í upphafi þings hafi félagsmálaráðherra ekki orðið við þessari áskorun.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun