Vænt sala gekk ekki eftir 27. september 2006 00:01 Hafþór Hafsteinsson Sala Avion á meirihluta hlutafjár í Avion Aircraft Trading hefur ekki enn gengið eftir. Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild. Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild.
Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira