Viðskipti innlent

HoF rekið með tapi

Hof tapaði 1,5 milljörðum
Hof tapaði 1,5 milljörðum

Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Samsvarar tapið rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára.

HoF skilaði hins vegar um 1,4 milljarða króna rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) og jókst hann um rúm níu prósent á milli ára.

Einskiptiskostnaður vegna endurbóta á nýjum verslunum skýra það tap sem varð. Uppgjörið ber með sér að framlegð batnar á milli ára og sala eykst vegna fjárfestinga.

Afkoman er í takt við væntingar stjórnenda HoF sem höfðu spáð því að fyrri hluti ársins yrði erfiður á breskum smásölumarkaði. Það kom síðar á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×