Verð hækkar hér en lækkar annars staðar 28. september 2006 00:01 Farsímalandið Ísland Farsímanotkun er óvíða meiri en hér á landi og farsímaeign almenn. Verð þjónustunnar hækkar engu að síður hér en lækkar á hinum Norðurlöndunum. Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar samnorrænnar skýrslu eftirlitsstofnana á fjarskiptamarkaði. Farsímamarkaðurinn hér er sagður einkennast af fákeppni. Skýrslan var samin til að meta áhrif reglugerða á markaðsþróun og samkeppni til þess að hægt væri að meta reynsluna og árangur eftir þörfum. Vinnan við skýrsluna var sett af stað á sameiginlegum fundi forstjóra systurstofnana Póst- og fjarskiptastofnunar á Norðurlöndunum í byrjun nóvember í fyrra. Hvað varðar íslenska markaðinn þá eru meginniðurstöður þær að hann einkennist af fákeppni, þar sem tvö fjarskiptafyrirtæki skipta markaðnum á milli sín og hefur Síminn 65 prósenta markaðshlutdeild og Og Vodafone hefur 35 prósenta markaðshlutdeild, segir í frétt PFS og bent er á að verð til neytenda fyrir farsímaþjónsutu hafi hækkað hér frá árinu 2002 á meðan það hafi lækkað á hinum Norðurlöndunum. Þessi staða er áhyggjuefni. Viðbrögð Póst- og fjarskiptastofnunar eru þau helst að hlutast til um lækkun og jöfnun lúkningaverðs farsímafyrirtækjanna og leggja aðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn, segir þar jafnframt. Í tilkynningu sem Síminn sendi frá sér í gær er á það bent að í samanburðinum sé ekki tekið tillit til afsláttarkjara sem viðskiptavinum bjóðist, svo sem ókeypis hringingum í valin númer, auk þess sem landið hafi verið með þeim ódýrari í heiminum í símakostnaði í könnunum OECD. Viðskipti Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar samnorrænnar skýrslu eftirlitsstofnana á fjarskiptamarkaði. Farsímamarkaðurinn hér er sagður einkennast af fákeppni. Skýrslan var samin til að meta áhrif reglugerða á markaðsþróun og samkeppni til þess að hægt væri að meta reynsluna og árangur eftir þörfum. Vinnan við skýrsluna var sett af stað á sameiginlegum fundi forstjóra systurstofnana Póst- og fjarskiptastofnunar á Norðurlöndunum í byrjun nóvember í fyrra. Hvað varðar íslenska markaðinn þá eru meginniðurstöður þær að hann einkennist af fákeppni, þar sem tvö fjarskiptafyrirtæki skipta markaðnum á milli sín og hefur Síminn 65 prósenta markaðshlutdeild og Og Vodafone hefur 35 prósenta markaðshlutdeild, segir í frétt PFS og bent er á að verð til neytenda fyrir farsímaþjónsutu hafi hækkað hér frá árinu 2002 á meðan það hafi lækkað á hinum Norðurlöndunum. Þessi staða er áhyggjuefni. Viðbrögð Póst- og fjarskiptastofnunar eru þau helst að hlutast til um lækkun og jöfnun lúkningaverðs farsímafyrirtækjanna og leggja aðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn, segir þar jafnframt. Í tilkynningu sem Síminn sendi frá sér í gær er á það bent að í samanburðinum sé ekki tekið tillit til afsláttarkjara sem viðskiptavinum bjóðist, svo sem ókeypis hringingum í valin númer, auk þess sem landið hafi verið með þeim ódýrari í heiminum í símakostnaði í könnunum OECD.
Viðskipti Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira