Eimskip kaupir finnska félagið Containerships 29. september 2006 00:01 Baldur Guðnason forstjóri Eimskipa Baldur segir ekkert hafa verið ákveðið um hvort starfsemi skipafélaganna muni síðar meir verða sameinuð undir einu vörumerki, það verði tíminn að leiða í ljós. MYND/E.ÓL. Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira