Rykkornin eru risavaxin 2. október 2006 02:45 Vísindamenn við störf Unnið er með smæstu stærðirnar í rykfríu hreinherbergi. Full loftskipti eru á þrjátíu sekúndna fresti og er lýsingin gul svo betur megi vernda ljósnæm efni sem þar eru notuð.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Örtæknikjarni hefur verið tekinn í notkun í Háskóla Íslands. Sambærilega aðstöðu og þá sem nú hefur verið opnuð má finna í flestum stærri háskólum veraldar. Hún gefur vísindamönnum möguleika á að framleiða hluti á örsmæðarmælikvarða úr ýmsum efnum. Hægt er að prenta í þessi efni munstur sem nema um einum hundraðasta úr hársbreidd og þykkt þeirra getur verið allt niður í einstök atómlög sem nema einum nanómetra, sem er einn milljarðasti úr metra. Því er um að ræða stærðir sem eru minni en rykkorn. Örtæknin eða nanótækni, eins og hún er einnig oft nefnd hefur haft gríðarleg áhrif á tækniþróun undanfarinna áratuga, í tölvutækni, samskiptatækni, efnistækni, líftækni, læknisfræði og á fleiri sviðum. Margir vísindamenn um heiminn hafa líkt þróun örtækninnar við tilkomu iðnbyltingarinnar á átjándu öld. Tækniframfarir framtíðarinnar eigi að miklum hluta eftir að byggjast á þróun hennar. Umfangsmikil tækjauppbygging hefur verið í örtækni á Íslandi frá árinu 2004. Tækjakostinum hefur verið deilt á tvo örtæknikjarna og er annar þeirra staðsettur í Háskóla Íslands en hinn á Iðntæknistofnun. Kostnaður við tækjabúnaðinn fyrir árin 2004-2007 er talinn nema um 150 milljónum króna. Við opnunarræðu Kristínar Ingólfsdóttur háskólarektors vísaði hún til þess að heiti þessarar tækni væri dregið af gríska orðinu nanó sem þýðir dvergur. Hún ítrekaði þó að þær væntingar sem bundnar væru við tilkomu örtæknikjarnanna væru ekki í dvergstærðum heldur risavaxnar. Kjarnarnir feli í sér mikilvæg tækifæri fyrir íslenskt rannsóknarsamfélag. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Örtæknikjarni hefur verið tekinn í notkun í Háskóla Íslands. Sambærilega aðstöðu og þá sem nú hefur verið opnuð má finna í flestum stærri háskólum veraldar. Hún gefur vísindamönnum möguleika á að framleiða hluti á örsmæðarmælikvarða úr ýmsum efnum. Hægt er að prenta í þessi efni munstur sem nema um einum hundraðasta úr hársbreidd og þykkt þeirra getur verið allt niður í einstök atómlög sem nema einum nanómetra, sem er einn milljarðasti úr metra. Því er um að ræða stærðir sem eru minni en rykkorn. Örtæknin eða nanótækni, eins og hún er einnig oft nefnd hefur haft gríðarleg áhrif á tækniþróun undanfarinna áratuga, í tölvutækni, samskiptatækni, efnistækni, líftækni, læknisfræði og á fleiri sviðum. Margir vísindamenn um heiminn hafa líkt þróun örtækninnar við tilkomu iðnbyltingarinnar á átjándu öld. Tækniframfarir framtíðarinnar eigi að miklum hluta eftir að byggjast á þróun hennar. Umfangsmikil tækjauppbygging hefur verið í örtækni á Íslandi frá árinu 2004. Tækjakostinum hefur verið deilt á tvo örtæknikjarna og er annar þeirra staðsettur í Háskóla Íslands en hinn á Iðntæknistofnun. Kostnaður við tækjabúnaðinn fyrir árin 2004-2007 er talinn nema um 150 milljónum króna. Við opnunarræðu Kristínar Ingólfsdóttur háskólarektors vísaði hún til þess að heiti þessarar tækni væri dregið af gríska orðinu nanó sem þýðir dvergur. Hún ítrekaði þó að þær væntingar sem bundnar væru við tilkomu örtæknikjarnanna væru ekki í dvergstærðum heldur risavaxnar. Kjarnarnir feli í sér mikilvæg tækifæri fyrir íslenskt rannsóknarsamfélag.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira