Viðskipti innlent

Samdráttur hjá 3i Group

Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra.

Sjóðurinn seldi hollenska drykkjaframleiðandann Re­fres­co til FL Group, Vífilfells og stjórnenda fyrr á árinu fyrir fjörutíu milljarða króna.

Hlutabréf í 3i hafa hækkað um tæp tíu prósent á árinu og er félagið metið á um 600 milljarða króna. Fjárfestingasjóðir sem 3i nýta eigin sjóði og lán til að fjármagna yfirtökur í því augnamiði að bæta rekstur hinna yfirteknu félaga. Venjulega líta sjóðir á verkefni sem þessi til fimm ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×