Í Alþjóðahús vegna ofbeldis 4. október 2006 07:15 Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira