Ég horfi aldrei á sjónvarp Sigurjón Kjartansson skrifar 4. október 2006 05:00 Einu sinni var ég að undirbúa grínskets fyrir gamanþátt á Ríkissjónvarpinu og var að reyna að útskýra hvað mig langaði að gera fyrir starfsmanni sem hafði starfað þarna síðan 1966. Ég reyndi að vísa í þekkt minni úr sjónvarps- og kvikmyndasögunni til að gera honum betur grein fyrir hvað ég væri að meina. Þá hristi hann hausinn, brosti, horfði stoltur á mig og sagði: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Ég hef ansi oft heyrt þessa setningu: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Þessu fylgir vanalega svipur sem er blanda af stolti og meðaumkun og segir: Sjáðu hvað ég er nú sniðugur. Ég er sjálfstæður og óháður og læt ekki mata mig. Þetta er alltsaman gott og blessað, enda ber ég fulla virðingu fyrir fólki sem lætur ekki mata sig. Þegar ég horfi svo yfir það sem gert hefur verið í íslensku sjónvarpi þau 40 ár sem það hefur verið við lýði hugsa ég oft um hvað það er útbreitt meðal íslenskra listamanna að þeir horfa aldrei á sjónvarp. Það hefur nefnilega þótt liggja beinast við þegar sjónvarpið vill framleiða leikið íslenskt sjónvarpsefni að leita einmitt til listamanna, oftast rithöfunda sem hafa náð góðum árangri við ritun góðbókmennta. Ég ætla ekki að fullyrða um það en ég hef á tilfinningunni að stundum hafi rithöfundar tekið verkin að sér í bríaríi, milli annarra og merkilegri verka, hent einhverju saman í hálfgerðum pirringi og niðurstaðan hefur oftar en ekki verið hörmung. Enda hafa rithöfundar þessa lands ekki haft neinar forsendur til að skrifa fyrir sjónvarp. Sú rithöfundastétt sem enn ræður ríkjum hér á landi er að mestu fædd uppúr seinna stríði og fæstir þeirra ólust upp við sjónvarp á sínu heimili. Þegar sjónvarpið kom loksins árið 1966 var það landlægt innan listamannaelítunnar að fordæma sjónvarp eins og hægt var. Íslenskir rithöfundar hafa flestir drukkið í sig það viðhorf með móðurmjólkinni að sjónvarp sé lágmenning. Þessvegna er það varla nema von að leikið íslenskt sjónvarpsefni hafi verið hörmung í áratugi, þegar ofaná kemur að flestir leikstjórar og leikarar landsins hafa alist upp við það viðhorf að sjónvarp komist ekki í hálfkvisti við listræna kvikmynd, að ég tali nú ekki um leikhús. Meðal íslenskra listamanna hefur virðingin fyrir miðlinum ekki verið uppá marga fiska. En á seinni árum höfum við horft til Danmerkur og séð að þar er eitthvað að gerast í gerð leikins sjónvarpsefnis. Svakalega gengur Dönum vel að búa til brilljant sjónvarp, segjum við. Afhverju ætli það sé? Spyrja menn og svara um leið, jú, það er útaf því að danska ríkissjónvarpið hefur eytt svo miklum peningum í þarlenda dagskrárgerð, öfugt við þetta níska íslenska RÚV batterí sem aldrei tímir neinu. Með þessu svari halda menn að þeir hafi hitt naglann á höfuðið, en staðreyndin er sú að þetta er aðeins að hluta til rétt. Það er jú alveg rétt að RÚV hefur ekki eytt nógu miklum pening í íslenska dagskrárgerð en ef svo væri, mundi þá kunnáttan vera fyrir hendi? Kunnum við að búa til svona góða þætti eins og framleiddir eru í Danmörku? Mundu menningarvitar ekki fá sjokk þegar þeir heyra að frumkvöðlar þessarar dönsku sjónvarpsbylgju hafa óhikað sótt þekkingu sína til mekka lágmenningar í heiminum, Bandaríkjanna. Dönsku dramaþættirnir eru unnir með sama verklagi og þekkst hefur í áratugi í Bandaríkjunum og í Danmörku er enginn feiminn við að viðurkenna það. Ég hef mikla trú á því að hér geti í framtíðinni starfað höfundar sem hafa viðurværi sitt eingöngu af því að skrifa leikna sjónvarpsþætti fyrir Íslendinga. En ekki bara Íslendinga, heldur líka útlendinga. Dramaþættir sem gerast á Íslandi og fjalla um líf, ástir og glæpi Íslendinga eiga alveg jafn mikið erindi við fólk í öðrum löndum eins og dramaþættir um líf, ástir og glæpi útlendinga eiga við okkur. Ef við stöndum svipað að framleiðslu íslenskra sjónvarpsþátta og við höfum framleitt allar þessar íslensku bíómyndir sem hafa farið sigurför um evrópu, þá eru leiknir íslenskir sjónvarpsþættir framtíðin. En ef við ætlum að búa til gott leikið sjónvarpsefni verðum við líka að nálgast miðilinn hrokalaust og afla okkur þekkingar og menntunar í skrifum á slíku efni. Við höfum orðið mjög fært fagfólk sem getur annast alla tæknilegu framleiðsluhliðina en það sem okkur vantar enn er grunnurinn, góð handrit. Gott sjónvarpsefni er ekki hrist fram úr erminni og að handritsskrifum á vel heppnuðum sjónvarpsþáttum kemur yfirleitt hópur fólks sem vinnur nótt og dag að sama marki. Til að búa til gott sjónvarp verðum við að hafa ást á miðlinum. Rétt eins og höfundur bóka elskar bækur, eða bíómyndaleikstjóri elskar bíómyndir. Ef ástin er ekki til staðar verður engin nýsköpun. Því langar mig að spyrja þig rithöfundur góður, sem hefur hug á að skrifa fyrir sjónvarp: Elskar þú sjónvarp, eða ert þú kannski einn af þeim sem stæra sig af því að horfa aldrei á sjónvarp? Ef sú er raunin þá legg ég til að þú snúir þér að einhverju öðru. Ræða þessi var flutt í Norræna húsinu, laugardaginn 30. september, á samkomu Bandalags íslenskra listamanna í tilefni 40 ára afmælis Ríkissjónvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Einu sinni var ég að undirbúa grínskets fyrir gamanþátt á Ríkissjónvarpinu og var að reyna að útskýra hvað mig langaði að gera fyrir starfsmanni sem hafði starfað þarna síðan 1966. Ég reyndi að vísa í þekkt minni úr sjónvarps- og kvikmyndasögunni til að gera honum betur grein fyrir hvað ég væri að meina. Þá hristi hann hausinn, brosti, horfði stoltur á mig og sagði: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Ég hef ansi oft heyrt þessa setningu: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Þessu fylgir vanalega svipur sem er blanda af stolti og meðaumkun og segir: Sjáðu hvað ég er nú sniðugur. Ég er sjálfstæður og óháður og læt ekki mata mig. Þetta er alltsaman gott og blessað, enda ber ég fulla virðingu fyrir fólki sem lætur ekki mata sig. Þegar ég horfi svo yfir það sem gert hefur verið í íslensku sjónvarpi þau 40 ár sem það hefur verið við lýði hugsa ég oft um hvað það er útbreitt meðal íslenskra listamanna að þeir horfa aldrei á sjónvarp. Það hefur nefnilega þótt liggja beinast við þegar sjónvarpið vill framleiða leikið íslenskt sjónvarpsefni að leita einmitt til listamanna, oftast rithöfunda sem hafa náð góðum árangri við ritun góðbókmennta. Ég ætla ekki að fullyrða um það en ég hef á tilfinningunni að stundum hafi rithöfundar tekið verkin að sér í bríaríi, milli annarra og merkilegri verka, hent einhverju saman í hálfgerðum pirringi og niðurstaðan hefur oftar en ekki verið hörmung. Enda hafa rithöfundar þessa lands ekki haft neinar forsendur til að skrifa fyrir sjónvarp. Sú rithöfundastétt sem enn ræður ríkjum hér á landi er að mestu fædd uppúr seinna stríði og fæstir þeirra ólust upp við sjónvarp á sínu heimili. Þegar sjónvarpið kom loksins árið 1966 var það landlægt innan listamannaelítunnar að fordæma sjónvarp eins og hægt var. Íslenskir rithöfundar hafa flestir drukkið í sig það viðhorf með móðurmjólkinni að sjónvarp sé lágmenning. Þessvegna er það varla nema von að leikið íslenskt sjónvarpsefni hafi verið hörmung í áratugi, þegar ofaná kemur að flestir leikstjórar og leikarar landsins hafa alist upp við það viðhorf að sjónvarp komist ekki í hálfkvisti við listræna kvikmynd, að ég tali nú ekki um leikhús. Meðal íslenskra listamanna hefur virðingin fyrir miðlinum ekki verið uppá marga fiska. En á seinni árum höfum við horft til Danmerkur og séð að þar er eitthvað að gerast í gerð leikins sjónvarpsefnis. Svakalega gengur Dönum vel að búa til brilljant sjónvarp, segjum við. Afhverju ætli það sé? Spyrja menn og svara um leið, jú, það er útaf því að danska ríkissjónvarpið hefur eytt svo miklum peningum í þarlenda dagskrárgerð, öfugt við þetta níska íslenska RÚV batterí sem aldrei tímir neinu. Með þessu svari halda menn að þeir hafi hitt naglann á höfuðið, en staðreyndin er sú að þetta er aðeins að hluta til rétt. Það er jú alveg rétt að RÚV hefur ekki eytt nógu miklum pening í íslenska dagskrárgerð en ef svo væri, mundi þá kunnáttan vera fyrir hendi? Kunnum við að búa til svona góða þætti eins og framleiddir eru í Danmörku? Mundu menningarvitar ekki fá sjokk þegar þeir heyra að frumkvöðlar þessarar dönsku sjónvarpsbylgju hafa óhikað sótt þekkingu sína til mekka lágmenningar í heiminum, Bandaríkjanna. Dönsku dramaþættirnir eru unnir með sama verklagi og þekkst hefur í áratugi í Bandaríkjunum og í Danmörku er enginn feiminn við að viðurkenna það. Ég hef mikla trú á því að hér geti í framtíðinni starfað höfundar sem hafa viðurværi sitt eingöngu af því að skrifa leikna sjónvarpsþætti fyrir Íslendinga. En ekki bara Íslendinga, heldur líka útlendinga. Dramaþættir sem gerast á Íslandi og fjalla um líf, ástir og glæpi Íslendinga eiga alveg jafn mikið erindi við fólk í öðrum löndum eins og dramaþættir um líf, ástir og glæpi útlendinga eiga við okkur. Ef við stöndum svipað að framleiðslu íslenskra sjónvarpsþátta og við höfum framleitt allar þessar íslensku bíómyndir sem hafa farið sigurför um evrópu, þá eru leiknir íslenskir sjónvarpsþættir framtíðin. En ef við ætlum að búa til gott leikið sjónvarpsefni verðum við líka að nálgast miðilinn hrokalaust og afla okkur þekkingar og menntunar í skrifum á slíku efni. Við höfum orðið mjög fært fagfólk sem getur annast alla tæknilegu framleiðsluhliðina en það sem okkur vantar enn er grunnurinn, góð handrit. Gott sjónvarpsefni er ekki hrist fram úr erminni og að handritsskrifum á vel heppnuðum sjónvarpsþáttum kemur yfirleitt hópur fólks sem vinnur nótt og dag að sama marki. Til að búa til gott sjónvarp verðum við að hafa ást á miðlinum. Rétt eins og höfundur bóka elskar bækur, eða bíómyndaleikstjóri elskar bíómyndir. Ef ástin er ekki til staðar verður engin nýsköpun. Því langar mig að spyrja þig rithöfundur góður, sem hefur hug á að skrifa fyrir sjónvarp: Elskar þú sjónvarp, eða ert þú kannski einn af þeim sem stæra sig af því að horfa aldrei á sjónvarp? Ef sú er raunin þá legg ég til að þú snúir þér að einhverju öðru. Ræða þessi var flutt í Norræna húsinu, laugardaginn 30. september, á samkomu Bandalags íslenskra listamanna í tilefni 40 ára afmælis Ríkissjónvarpsins.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun