Illa gengur að ná tölum í hús 5. október 2006 07:15 Á fundi Viðskiptaráðs á Þriðjudag Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Illugi Gunnarsson hagfræðingur og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á morgunfundi um stöðu krónunnar. MYND/GVA Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira