Viðskipti innlent

Prófanir á hjartalyfi tefjast

Lyfjarannsóknir Útlit er fyrir að rannsóknir á því lyfi sem lengst er komið í prófanaferli hjá DeCode tefjist um 6 til 12 mánuði.
Lyfjarannsóknir Útlit er fyrir að rannsóknir á því lyfi sem lengst er komið í prófanaferli hjá DeCode tefjist um 6 til 12 mánuði.

Decode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gert hlé á þriðja fasa prófana á tilraunalyfinu DG031 meðal bandarískra hjartasjúklinga. Hléð kemur til af því að tíminn sem tekur lyfið að losna úr töflunum hefur lengst. Í umfjöllun greiningardeildar Morgan Stanley er gert ráð fyrir að prófanir tefjist um hálft til heilt ár meðan DeCode leitar nýs samstarfsaðila til töfluframleiðslunnar. Greiningardeildin mælir með kaupum í DeCode fyrir langtímafjárfesta og er þeirrar skoðunar að fyrirtækið gæti á endanum náð árangri og skilað verulegum arði.

Þriðjafasaprófanirnar hófust um miðjan maí á þessu ári og var fyrirfram ætlað að þær tækju tvö til þrjú ár og kostuðu upp undir 60 milljarða króna.

DG031, sem er forvarnarlyf gegn hjartaáföllum, er lengst komið allra lyfja Decode í lyfjaþróun. Ekkert bendir til að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum, né á öryggi lyfsins, segir í tilkynningu DeCode, en þar er einnig haft eftir Kára Stefánssyni forstjóra að áfram verði unnið að þróun greiningarprófs og annars lyfs sem beindist að áhættuþættinum, meðan framleiðsluferlið yrði endurbætt og nýjar töflur framleiddar fyrir áframhaldandi prófanir á DG031.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×