Munurinn lá í sóknarnýtingunni 9. október 2006 10:15 Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira