Gísli Súrsson sunnan heiða 19. október 2006 16:00 Elfar Logi Hannesson Vígalegur í hlutverki Gísla Súrssonar. Kómedíuleikhúsið sýnir einleikinn um Gísli Súrsson sunnan heiða nú um helgina. Höfundur verksins og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem nú ferðast í þriðja leikárið í röð með þennan fræga kappa í farteskinu. Kómedíuleikhúsið er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og annað þriggja sem starfrækt er utan höfuðborgarsvæðisins. Leikhúsið var stofnað árið 1997 af Elfari Loga Hannessyni og Róberti Snorrasyni. Meðal leikverka sem leikhúsið hefur sýnt eru Tröllið sem prjónaði, Töfrataskan og Kómedía ópus eitt. Síðan árið 2001 hefur Kómedíuleikhúsið einbeitt sér að einleikjum og meðal annars staðið fyrir útgáfu á leiktextum einleikja og fyrir einleikjahátíðinni ACT Alone. Örlagasaga Gísla Súrssonar var frumsýnd í febrúar árið 2005. Nú verður verkið sýnt í leikhúsinu Völundi í Hveragerði kl. 20.30 annað kvöld en svo hyggst Elfar gera strandhögg í Möguleikhúsinu við Hlemm. Elvar er víðförull en hann er nýkominn frá Hannover í Bandaríkjunum þar sem einleikurinn um Gísla vann til verðlauna fyrir besta handrit á leiklistarhátíð þar í borg. Sýningin um Gísla Súrsson hefur hlotið afbragðsgóða dóma jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda og hefur leikurinn sérstaklega lagst vel í unga fólkið enda er sagan sett fram á aðgengilegan hátt og textinn fluttur á nútímamáli. Gísli Súrsson byggir á einni af þekktustu Íslendingasögunu en sagan hefur verið kennd í grunnskólum landsins um árabil. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem tekur land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og verða karlmenn ættarinnar hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger. Aðeins þrjár sýningar verða á höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni, á laugardag og sunnudag kl. 20 og síðan föstudaginn 26. október en uppselt er á þá sýningu. Jón St. Kristjánsson leikstýrir verkinu en þeir félagar unnu leikgerð sögunnar í sameiningu. Leikmynd er jafnframt eftir Jón Stefán en leikmuni gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir og búningahöfundur er Alda Sigurðardóttir. Upplýsingar um miðasölu má finna á heimasíðu Möguleikhússins, www.moguleikhusid.is Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kómedíuleikhúsið sýnir einleikinn um Gísli Súrsson sunnan heiða nú um helgina. Höfundur verksins og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem nú ferðast í þriðja leikárið í röð með þennan fræga kappa í farteskinu. Kómedíuleikhúsið er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og annað þriggja sem starfrækt er utan höfuðborgarsvæðisins. Leikhúsið var stofnað árið 1997 af Elfari Loga Hannessyni og Róberti Snorrasyni. Meðal leikverka sem leikhúsið hefur sýnt eru Tröllið sem prjónaði, Töfrataskan og Kómedía ópus eitt. Síðan árið 2001 hefur Kómedíuleikhúsið einbeitt sér að einleikjum og meðal annars staðið fyrir útgáfu á leiktextum einleikja og fyrir einleikjahátíðinni ACT Alone. Örlagasaga Gísla Súrssonar var frumsýnd í febrúar árið 2005. Nú verður verkið sýnt í leikhúsinu Völundi í Hveragerði kl. 20.30 annað kvöld en svo hyggst Elfar gera strandhögg í Möguleikhúsinu við Hlemm. Elvar er víðförull en hann er nýkominn frá Hannover í Bandaríkjunum þar sem einleikurinn um Gísla vann til verðlauna fyrir besta handrit á leiklistarhátíð þar í borg. Sýningin um Gísla Súrsson hefur hlotið afbragðsgóða dóma jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda og hefur leikurinn sérstaklega lagst vel í unga fólkið enda er sagan sett fram á aðgengilegan hátt og textinn fluttur á nútímamáli. Gísli Súrsson byggir á einni af þekktustu Íslendingasögunu en sagan hefur verið kennd í grunnskólum landsins um árabil. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem tekur land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og verða karlmenn ættarinnar hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger. Aðeins þrjár sýningar verða á höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni, á laugardag og sunnudag kl. 20 og síðan föstudaginn 26. október en uppselt er á þá sýningu. Jón St. Kristjánsson leikstýrir verkinu en þeir félagar unnu leikgerð sögunnar í sameiningu. Leikmynd er jafnframt eftir Jón Stefán en leikmuni gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir og búningahöfundur er Alda Sigurðardóttir. Upplýsingar um miðasölu má finna á heimasíðu Möguleikhússins, www.moguleikhusid.is
Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira