Líf og fjör í London 19. október 2006 13:30 Forest Whitaker Er einn gesta á kvikmyndahátíðinni í London og myndin The Last King of Scotland er opnunarmynd hátíðarinnar en þar leikur hann sjálfan Idi Amin. Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon. Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon.
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira