Kynnti Brim sem næsta verk 22. október 2006 11:00 Jón Atli Aðstoðaði Árna Ólaf við gerð handritsins við kvikmyndina Blóðbönd sem verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í dag. Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Árni Ólafur sýnir einnig Blóðbönd og verður viðstaddur sérstaka sýningu í dag og var leikstjórinn á leiðinni í Vatikanið þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Það er ágætt að kynna þetta strax í fæðingu og fá að vita hvort maður sé á réttri leið,“ segir Árni. „Verkefnið er á byrjunarreit og það á eftir að kynna handritið en viðbrögðin voru góð,“ bætir hann við. Jón Atli skrifaði verkið fyrir leikhópinn Vesturport sem hefur heldur betur verið að gera það gott með kvikmyndinni Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi á sínum tíma og var Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir það. Árni mátti vart vatni halda yfir Róm og sagði þetta vera stórkostlega borg. Stórstjörnur á borð við Nicole Kidman og Martin Scorsese hafa sótt hátíðina heim, en leikstjórinn hafði ekki orðið mikið var við þær. „Þær fóru alveg framhjá mér en þetta er búin að vera algjör snilld og Ítalirnir gera þetta með miklum bravúr,“ sagði Árni Ólafur. Menning Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Árni Ólafur sýnir einnig Blóðbönd og verður viðstaddur sérstaka sýningu í dag og var leikstjórinn á leiðinni í Vatikanið þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Það er ágætt að kynna þetta strax í fæðingu og fá að vita hvort maður sé á réttri leið,“ segir Árni. „Verkefnið er á byrjunarreit og það á eftir að kynna handritið en viðbrögðin voru góð,“ bætir hann við. Jón Atli skrifaði verkið fyrir leikhópinn Vesturport sem hefur heldur betur verið að gera það gott með kvikmyndinni Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi á sínum tíma og var Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir það. Árni mátti vart vatni halda yfir Róm og sagði þetta vera stórkostlega borg. Stórstjörnur á borð við Nicole Kidman og Martin Scorsese hafa sótt hátíðina heim, en leikstjórinn hafði ekki orðið mikið var við þær. „Þær fóru alveg framhjá mér en þetta er búin að vera algjör snilld og Ítalirnir gera þetta með miklum bravúr,“ sagði Árni Ólafur.
Menning Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira