Hjartað hætti að slá í fjörutíu mínútur 22. október 2006 08:30 Anna Bågenheim, Torvind Næsvind „Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“ Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“
Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira