Hvalkjötið selt til manneldis í Japan 23. október 2006 07:15 Hvalskurður Langreyður er mikil skepna eins og sést best þegar hún er skorin. Þeir sem komu að því að skera hvalinn voru greinilega vanir menn. MYND/Vilhelm Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“ Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“
Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira