Tekur fólk ekki rökum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 30. október 2006 23:56 Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun