Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann 31. október 2006 05:30 Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira