Sarunas segir að Virunas sé saklaus 31. október 2006 07:00 Hinir ákærðu Ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að smygla tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í júlí síðastliðnum. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira