Setjum Hafnarfjarðarveginn í stokk Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2006 05:00 Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar