Greiðsla óheppileg fyrir lífeyrissjóðinn 4. nóvember 2006 09:30 Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“ Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira