Ísland í sviðljósinu hjá MTV 7. nóvember 2006 09:30 Eli Roth er mikill Íslandsvinur og hefur í hyggju að eignast hér húsnæði. Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum. Íslandsvinir Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum.
Íslandsvinir Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira