Án samvinnu – engar umbætur Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 10. nóvember 2006 00:01 MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun