FH sá aldrei til sólar gegn Val 10. nóvember 2006 06:45 Valsstúlkan Sigurlaug Rúnarsdóttir er hér komin í gegnum FH-vörnina og skorar eitt af tveim mörkum sínum í leiknum. fréttablaðið/valli Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira