Gervihnattadiskur veldur harðri deilu 10. nóvember 2006 06:00 Gervihnattadiskur Sokols á Boðagranda 7 truflar meðeigendur hans á 10. hæð. Hann setti diskinn upp svo börn hans gætu lært móðurmálið frá Kosovo. "Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund. Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
"Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund.
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira