Ástlaust hjónaband 15. nóvember 2006 06:00 Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira