Vinnutími of langur Björgvin Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2006 05:00 Samkvæmt nýrri Gallupkönnun, sem gerð var fyrir Eflingu og Starfsgreinasambandið, hefur verkafólk áhyggjur af löngum vinnutíma.Vinnutíminn er nú til jafnaðar 51 stund á viku hjá verkafólki og hefur lengst um eina stund frá 1998. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni. Vinnutíminn ætti að styttast en ekki öfugt. Árið 1990 flutti ég tillögu til þingsályktunar á Alþingi um styttingu vinnutíma en ég sat þá um skeið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Tillaga mín hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma án skerðingar tekna. Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.“ Í greinargerð með tillögunni kom fram, að vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki væri til jafnaðar 52,7 stundir á viku. Samkvæmt því hefur vinnutíminn sáralítið styst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan tillagan var flutt. Þjóðarsátt um styttingu vinnutímaÞað er mikið hagsmunamál fyrir verkafólk að stytta vinnutímann og tryggja það, að verkafólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnu. Vinnutími í raun ætti að mínu mati að vera að hámarki 40 stundir á viku en styttri ef við færum að fordæmi Norðurlanda. Það er sannað mál, að með styttri vinnutíma aukast afköst vinnandi fólks. Langur vinnutími dregur úr afköstum og eykur slysahættu. Stuttur vinnutími er brýnt heilsufarsmál. Ef til vill væri unnt að ná nýrri þjóðarsátt um styttingu vinnutíma án tekjuskerðingar. Það er stórmál. Stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum áratugum fjallað um vinnutíma og leiðir til þess að stytta hann. Árið 1987 skipaði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að annast samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Verksvið þeirrar nefndar var síðar víkkað út þannig að nefndin skyldi gera fjölþætta lífskjarakönnun.Í niðurstöðum nefndarinnar kom fram að vinnutími hér væri mjög langur og grunnkaup frekar lágt. Sem fyrr segir hefur vinnutíminn lítið styst síðan. Kaup hefur mjakast upp á við en þó eru kjör lægstlaunuðu verkamanna enn allt of lág og erfitt að lifa sómasamlegu lífi af því. Hinn langi vinnutími hér á landi er mikið vandamál og kemur niður á fjölskyldulífi í landinu. Stytting vinnutímans myndi stórbæta fjölskyldulífið og gera foreldrum kleift að eyða meiri tíma með börnum sínum. Öllum er ljóst að mikil þörf er á því í dag að bæta fjölskyldulífið í landinu. Mikið styttri vinnutími hjá ESBVinnutíminn er mikið styttri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér og í löndum Evrópusambandsins er vinnutíminn mikið styttri. Meðalvinnutími í löndum ESB er nú 38,6 stundir á viku. Í Noregi er vinnutíminn mikið styttri en hér en þó getur verkafólk lifað sómasamlega af dagvinnulaunum. Yfirvinna þekkist varla. Takmarkið hér á að vera að ná vinnutímanum niður eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og að hækka laun verkafólks til samræmis við það sem þar tíðkast. Björgvin Guðmundsson er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri Gallupkönnun, sem gerð var fyrir Eflingu og Starfsgreinasambandið, hefur verkafólk áhyggjur af löngum vinnutíma.Vinnutíminn er nú til jafnaðar 51 stund á viku hjá verkafólki og hefur lengst um eina stund frá 1998. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni. Vinnutíminn ætti að styttast en ekki öfugt. Árið 1990 flutti ég tillögu til þingsályktunar á Alþingi um styttingu vinnutíma en ég sat þá um skeið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Tillaga mín hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma án skerðingar tekna. Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.“ Í greinargerð með tillögunni kom fram, að vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki væri til jafnaðar 52,7 stundir á viku. Samkvæmt því hefur vinnutíminn sáralítið styst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan tillagan var flutt. Þjóðarsátt um styttingu vinnutímaÞað er mikið hagsmunamál fyrir verkafólk að stytta vinnutímann og tryggja það, að verkafólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnu. Vinnutími í raun ætti að mínu mati að vera að hámarki 40 stundir á viku en styttri ef við færum að fordæmi Norðurlanda. Það er sannað mál, að með styttri vinnutíma aukast afköst vinnandi fólks. Langur vinnutími dregur úr afköstum og eykur slysahættu. Stuttur vinnutími er brýnt heilsufarsmál. Ef til vill væri unnt að ná nýrri þjóðarsátt um styttingu vinnutíma án tekjuskerðingar. Það er stórmál. Stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum áratugum fjallað um vinnutíma og leiðir til þess að stytta hann. Árið 1987 skipaði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að annast samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Verksvið þeirrar nefndar var síðar víkkað út þannig að nefndin skyldi gera fjölþætta lífskjarakönnun.Í niðurstöðum nefndarinnar kom fram að vinnutími hér væri mjög langur og grunnkaup frekar lágt. Sem fyrr segir hefur vinnutíminn lítið styst síðan. Kaup hefur mjakast upp á við en þó eru kjör lægstlaunuðu verkamanna enn allt of lág og erfitt að lifa sómasamlegu lífi af því. Hinn langi vinnutími hér á landi er mikið vandamál og kemur niður á fjölskyldulífi í landinu. Stytting vinnutímans myndi stórbæta fjölskyldulífið og gera foreldrum kleift að eyða meiri tíma með börnum sínum. Öllum er ljóst að mikil þörf er á því í dag að bæta fjölskyldulífið í landinu. Mikið styttri vinnutími hjá ESBVinnutíminn er mikið styttri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér og í löndum Evrópusambandsins er vinnutíminn mikið styttri. Meðalvinnutími í löndum ESB er nú 38,6 stundir á viku. Í Noregi er vinnutíminn mikið styttri en hér en þó getur verkafólk lifað sómasamlega af dagvinnulaunum. Yfirvinna þekkist varla. Takmarkið hér á að vera að ná vinnutímanum niður eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og að hækka laun verkafólks til samræmis við það sem þar tíðkast. Björgvin Guðmundsson er viðskiptafræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun