Stork lýsir eindregnum áhuga á að kaupa Marel 16. nóvember 2006 06:15 Við kaupin á Scanvægt Marel er sagt hafa orðið einn ákjósanlegasti samrunakosturinn á markaði matvælavinnsluvélaframleiðenda eftir kaupin á Scanvægt í ágúst. Hér sjást Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og Lars Gruntvig, fyrrv. stjórnarformaður Scanvægt, handsala kaupin. Sjord Vollebrecht, forstjóri fyrirtækjasamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi, lýsti í viðtali við Het Financieele Dagblad í gær áhuga á því að kaupa íslenska matvælavinnsluvélaframleiðandann Marel. Búist er við að formlegar viðræður fari fljótlega í gang. Formlegar viðræður Marels og hollensku fyrirtækjasamstæðunnar Stork um samruna Marels og Stork Food Service gætu hafist innan tíðar. Félögin hafa hingað til einungis átt í óformlegum viðræðum og vill hvor um sig eignast hinn. Innan Stork hefur verið deilt þar sem stjórn samstæðunnar hefur sett sig upp á móti samþykkt hluthafafundar um að skipta félaginu upp og einbeita sér að kjarnastarfsemi þess sem er í flugvélaiðnaði. Það myndi þýða að seldur yrði frá samstæðunni matvælavinnsluvélahlutinn. Stork hefur áhuga á að efla mjög vöxt sinn og gera það hratt að því er hollenska viðskiptablaðið hafði í gær eftir Sjord Vollebrecht, forstjóra Stork. Þessu markmiði á að ná með stórum kaupum, en ólíkt því sem hluthafarnir Paulson og Centaurus, bandarískir fjárfestingasjóðir, sem saman fara með um 32 prósenta hlut í fyrirtækinu vilja, vill Vollebrecht fara þessa leið í allri starfsemi félagsins, ekki bara kjarnastarfseminni, flugvélaiðnaði. „Þörfin fyrir vöxt er jafnsterk í Food Systems og tækniþjónustuhlutanum,“ sagði hann við blaðið og staðfesti áhuga félagsins á Marel. Í ljósi þess að forstjórinn hefur með þessum hætti lýst áhuga á því að kaupa Marel er líklegt að félögin taki fljótlega upp formlegar viðræður. Óvíst er svo hvað út úr þeim kemur, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir heldur líklegra að niðurstaðan verði sú að Marel kaupi Stork Food Systems þar sem Stork sé ekki tilbúið að greiða jafnhátt verð fyrir Marel og Marel er tilbúið að reiða af hendi fyrir Stork. Félagið hefur enda nýlokið hlutafjáraukningu gagngert í þeim tilgangi að fara út í frekari fyrirtækjakaup. Á sama tíma og þessi umræða fer fram greinir Financal Times frá því að fjárfestingasjóðirnir Paulson og Centaurus hugleiði að lögsækja framkvæmdastjórn Stork fyrir að fara ekki að vilja meirihlutafundar hluthafa í októ-berbyrjun um að skipta upp félaginu og selja frá því jaðarstarfsemi. Heimildarmaður blaðsins sem stendur stjórn Stork nærri segir að þar innandyra telji menn sjóðina ekki líklega til að fara með sigur af hólmi í slíkum málaferlum og gætu jafnvel lent í að þurfa að selja hlut sinn í samstæðunni. Verði af samruna Marels og Stork Food Systems, sem metinn hefur verið á um 25 milljarða króna, tvöfaldast Marel að stærð og verður stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði. Núna er Marel meðal fjögurra stærstu, en hvert um sig er með um 8 prósenta markaðshlutdeild. Marel og Stork Food Systems eru bæði með um tíu prósenta rekstrarhagnaði (EBIT) af veltu og velta hvort um sig um 300 milljónum evra á ári, eða sem nemur um 27 milljörðum íslenskra króna. Þá starfa félögin á ólíkum sviðum matvælavinnslugeirans og því mikil samlegðaráhrif sem hægt væri að ná fram með samruna þeirra. Viðskipti Mest lesið Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Situr upp með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sjord Vollebrecht, forstjóri fyrirtækjasamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi, lýsti í viðtali við Het Financieele Dagblad í gær áhuga á því að kaupa íslenska matvælavinnsluvélaframleiðandann Marel. Búist er við að formlegar viðræður fari fljótlega í gang. Formlegar viðræður Marels og hollensku fyrirtækjasamstæðunnar Stork um samruna Marels og Stork Food Service gætu hafist innan tíðar. Félögin hafa hingað til einungis átt í óformlegum viðræðum og vill hvor um sig eignast hinn. Innan Stork hefur verið deilt þar sem stjórn samstæðunnar hefur sett sig upp á móti samþykkt hluthafafundar um að skipta félaginu upp og einbeita sér að kjarnastarfsemi þess sem er í flugvélaiðnaði. Það myndi þýða að seldur yrði frá samstæðunni matvælavinnsluvélahlutinn. Stork hefur áhuga á að efla mjög vöxt sinn og gera það hratt að því er hollenska viðskiptablaðið hafði í gær eftir Sjord Vollebrecht, forstjóra Stork. Þessu markmiði á að ná með stórum kaupum, en ólíkt því sem hluthafarnir Paulson og Centaurus, bandarískir fjárfestingasjóðir, sem saman fara með um 32 prósenta hlut í fyrirtækinu vilja, vill Vollebrecht fara þessa leið í allri starfsemi félagsins, ekki bara kjarnastarfseminni, flugvélaiðnaði. „Þörfin fyrir vöxt er jafnsterk í Food Systems og tækniþjónustuhlutanum,“ sagði hann við blaðið og staðfesti áhuga félagsins á Marel. Í ljósi þess að forstjórinn hefur með þessum hætti lýst áhuga á því að kaupa Marel er líklegt að félögin taki fljótlega upp formlegar viðræður. Óvíst er svo hvað út úr þeim kemur, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir heldur líklegra að niðurstaðan verði sú að Marel kaupi Stork Food Systems þar sem Stork sé ekki tilbúið að greiða jafnhátt verð fyrir Marel og Marel er tilbúið að reiða af hendi fyrir Stork. Félagið hefur enda nýlokið hlutafjáraukningu gagngert í þeim tilgangi að fara út í frekari fyrirtækjakaup. Á sama tíma og þessi umræða fer fram greinir Financal Times frá því að fjárfestingasjóðirnir Paulson og Centaurus hugleiði að lögsækja framkvæmdastjórn Stork fyrir að fara ekki að vilja meirihlutafundar hluthafa í októ-berbyrjun um að skipta upp félaginu og selja frá því jaðarstarfsemi. Heimildarmaður blaðsins sem stendur stjórn Stork nærri segir að þar innandyra telji menn sjóðina ekki líklega til að fara með sigur af hólmi í slíkum málaferlum og gætu jafnvel lent í að þurfa að selja hlut sinn í samstæðunni. Verði af samruna Marels og Stork Food Systems, sem metinn hefur verið á um 25 milljarða króna, tvöfaldast Marel að stærð og verður stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði. Núna er Marel meðal fjögurra stærstu, en hvert um sig er með um 8 prósenta markaðshlutdeild. Marel og Stork Food Systems eru bæði með um tíu prósenta rekstrarhagnaði (EBIT) af veltu og velta hvort um sig um 300 milljónum evra á ári, eða sem nemur um 27 milljörðum íslenskra króna. Þá starfa félögin á ólíkum sviðum matvælavinnslugeirans og því mikil samlegðaráhrif sem hægt væri að ná fram með samruna þeirra.
Viðskipti Mest lesið Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Situr upp með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira