Hristur, hrærður og í banastuði 16. nóvember 2006 11:30 MYND/AP Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morgun og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Myndin er byggð á fyrstu skáldsögu Ians Flemming um þennan vaskasta útsendara hennar hátignar. Það má því segja að Bond fari aftur á byrjunarreit þar sem myndin fjallar um fyrsta verkefni hans eftir að hann fær nafnbótina 007 sem gefur honum leyfi til að drepa. Bond er því yngri og óreyndari en fólk hefur átt að venjast en að sama skapi harðari og óvægnari. Andstæðingur Bonds að þessu sinni er alþjóðlegi fjárfestirinn Le Chiffre sem sérhæfir sig í því að ávaxta fé hryðjuverkamanna. Sá er í vondum málum þar sem hann hefur hlunnfarið viðskiptavini sína og bregður því á það ráð að afla fjár í skyndi með því að blása til risavaxins pókermóts í spilavítinu Casino Royale. Bond er besti fjárhættuspilarinn sem breska leyniþjónustan hefur yfir að ráða og er því falið það verkefni að knésetja Le Chiffre við spilaborðið þannig að skúrknum sé nauðugur sá kostur að leita hælis hjá Bretum í skiptum fyrir það sem hann veit um viðskiptavini sína. Bond þarf þó ekki aðeins að kljást við Le Chiffre og hryðjuverkamenn þar sem hann kolfellur fyrir hinni þokkafullu Vesper Lynd sem fjármálaráðuneytið sendir með honum í leiðangurinn. Ástin ruglar dómgreind kappans sem hefur ekki áður flækst jafn illa í neti konu en þegar upp er staðið sannast hið fornkveðna á kappanum að það sem ekki drepur mann gerir mann sterkari og jafnvel kaldrifjaðri og verri. Gagnrýnendur hafa tekið Craig og nýju Bond-myndinni fagnandi enda kveður hér við nýjan og ferskan tón og Bond hefur heldur betur fengið andlitslyftingu og hefur hvorki verið svalari né harðari í horn að taka síðan Sean Connery var upp á sitt besta. Danski leikarinn Mads Mikkelsen leikur fúlmennið Le Chiffre og lætur Craig heldur betur vinna fyrir kaupinu sínu en Eva Green fer með hlutverk Vesper Lynd, stúlkunnar sem bræðir hjarta Bonds. Judi Dench endurtekur rullu sína sem M, yfirboðari Bonds, og Jeffrey Wright bregður sér í hlutverk hins hundtrygga Felix Leiter, útsendara CIA, sem hefur oft komið Bond til aðstoðar á ögurstundu. Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morgun og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Myndin er byggð á fyrstu skáldsögu Ians Flemming um þennan vaskasta útsendara hennar hátignar. Það má því segja að Bond fari aftur á byrjunarreit þar sem myndin fjallar um fyrsta verkefni hans eftir að hann fær nafnbótina 007 sem gefur honum leyfi til að drepa. Bond er því yngri og óreyndari en fólk hefur átt að venjast en að sama skapi harðari og óvægnari. Andstæðingur Bonds að þessu sinni er alþjóðlegi fjárfestirinn Le Chiffre sem sérhæfir sig í því að ávaxta fé hryðjuverkamanna. Sá er í vondum málum þar sem hann hefur hlunnfarið viðskiptavini sína og bregður því á það ráð að afla fjár í skyndi með því að blása til risavaxins pókermóts í spilavítinu Casino Royale. Bond er besti fjárhættuspilarinn sem breska leyniþjónustan hefur yfir að ráða og er því falið það verkefni að knésetja Le Chiffre við spilaborðið þannig að skúrknum sé nauðugur sá kostur að leita hælis hjá Bretum í skiptum fyrir það sem hann veit um viðskiptavini sína. Bond þarf þó ekki aðeins að kljást við Le Chiffre og hryðjuverkamenn þar sem hann kolfellur fyrir hinni þokkafullu Vesper Lynd sem fjármálaráðuneytið sendir með honum í leiðangurinn. Ástin ruglar dómgreind kappans sem hefur ekki áður flækst jafn illa í neti konu en þegar upp er staðið sannast hið fornkveðna á kappanum að það sem ekki drepur mann gerir mann sterkari og jafnvel kaldrifjaðri og verri. Gagnrýnendur hafa tekið Craig og nýju Bond-myndinni fagnandi enda kveður hér við nýjan og ferskan tón og Bond hefur heldur betur fengið andlitslyftingu og hefur hvorki verið svalari né harðari í horn að taka síðan Sean Connery var upp á sitt besta. Danski leikarinn Mads Mikkelsen leikur fúlmennið Le Chiffre og lætur Craig heldur betur vinna fyrir kaupinu sínu en Eva Green fer með hlutverk Vesper Lynd, stúlkunnar sem bræðir hjarta Bonds. Judi Dench endurtekur rullu sína sem M, yfirboðari Bonds, og Jeffrey Wright bregður sér í hlutverk hins hundtrygga Felix Leiter, útsendara CIA, sem hefur oft komið Bond til aðstoðar á ögurstundu.
Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira