Kaupa meira í HB Granda 17. nóvember 2006 06:30 Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra. Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra.
Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira