Viðskipti innlent

Hands Holding til starfa

Sá hluti af fyrirtækjum innan gömlu Dagsbrúnar sem féll ekki að kjarnastarfsemi 365 og Teymis hefur verið settur í eignarhaldsfélagið Hands Holding sem fyrst kallaðist K2. Hluthafar félagsins eru Teymi, 365, Milestone og Straumur-Burðarás. Teymi er stærsti hluthafinn með hlut á bilinu 40-50 prósent.

Fyrirtæki í eigu Hands Holding eru átta talsins í sjö löndum. Meðal þeirra eru Hands í Noregi, Opin kerfi, Hugur Ax, Landssteinar Strengur, Kerfi í Svíþjóð og í Danmörku.

Áætluð velta félagsins á árinu er um nítján milljarðar króna.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Sveinn Andri Sveinsson, viðskiptafræðingur og fyrrum fjármálastjóri Norðurljósa, mun taka við sem framkvæmdastjóri Hands.

Markmið eigenda munu vera þau að viðhalda og bæta núverandi rekstur. Einnig verða möguleikar til stækkunar kannaðir innan- sem utanlands. Talið er líklegt að bæði 365 og Teymi muni minnka við hlut sinn í Hands en aðrir hluthafar bæti við sig verði hlutafé aukið.

Stjórn eignarhaldsfélagsins skipa Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem er formaður stjórnar, Björgvin Ingi Ólafsson, Guðmundur Ólason, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þórdís J. Sigurðardóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×