Fettuchini og framhjáhald 28. nóvember 2006 09:00 Ítalir hafa oftar unnið óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefndir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leikstjóranum Pupi Avati. Avati vakti fyrst athygli á sér sem einn handritshöfunda síðustu kvikmyndar Pasolini, 120 dagar Sódómu, sem enn þann dag í dag er hryllilegasta mynd sem gerð hefur verið og fær Hostel til að líta út eins og Mary Poppins. Hún er þó ólík þeim myndum sem hér eru sýndar, sem eiga það flestar sameiginlegt að gerast í fallegu umhverfi Bologna og fjalla um óendurgoldna ást. Og ólíkt bandarískum bíómyndum er ástin ekki alltaf milli fallegs og ólofaðs fólks, heldur hefur fleiri víddir. Útskriftarveislan (Festa di laurea) frá 1985 gerist rétt eftir stríð og segir frá manni sem enn er ástfanginn af konu er kyssti hann í stríðsbyrjun. Honum er falið að skipuleggja útskriftarveislu dóttur hennar, og sýnir myndin í skemmtilegu lokaatriði hvernig miklir harmleikir geta búið bak við hamingjusamar fjölskyldumyndirnar. Myndin Sögur af stelpum og strákum (Storia di ragazzi e di ragazze) gerist fyrir stríð og segir einnig frá veislu, í þetta sinn trúlofunarveislu. Langbest er þó myndin Með hjartað á öðrum stað (Il cuore altrove) frá 2003. Segir þar frá 35 ára gömlum hreinum sveini sem er sendur í afhommun frá Róm til Bologna. Faðir hans saumar kjóla á páfann og hefur lítið álit á norðurhéruðunum, kallar þau ýmist Þýskaland eða Norðurpólinn eftir því hvernig liggur á honum. Enn versnar það þegar sonurinn verður skotinn í blindri stúlku. Myndin sýnir hversu illa fer þegar menn verða ástfangnir af konum sem eru fyrir ofan þá í þjóðfélagsstiganum, og er þess vegna kærkomin tilbreyting frá Hollywoodvæmni. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ítalir hafa oftar unnið óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefndir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leikstjóranum Pupi Avati. Avati vakti fyrst athygli á sér sem einn handritshöfunda síðustu kvikmyndar Pasolini, 120 dagar Sódómu, sem enn þann dag í dag er hryllilegasta mynd sem gerð hefur verið og fær Hostel til að líta út eins og Mary Poppins. Hún er þó ólík þeim myndum sem hér eru sýndar, sem eiga það flestar sameiginlegt að gerast í fallegu umhverfi Bologna og fjalla um óendurgoldna ást. Og ólíkt bandarískum bíómyndum er ástin ekki alltaf milli fallegs og ólofaðs fólks, heldur hefur fleiri víddir. Útskriftarveislan (Festa di laurea) frá 1985 gerist rétt eftir stríð og segir frá manni sem enn er ástfanginn af konu er kyssti hann í stríðsbyrjun. Honum er falið að skipuleggja útskriftarveislu dóttur hennar, og sýnir myndin í skemmtilegu lokaatriði hvernig miklir harmleikir geta búið bak við hamingjusamar fjölskyldumyndirnar. Myndin Sögur af stelpum og strákum (Storia di ragazzi e di ragazze) gerist fyrir stríð og segir einnig frá veislu, í þetta sinn trúlofunarveislu. Langbest er þó myndin Með hjartað á öðrum stað (Il cuore altrove) frá 2003. Segir þar frá 35 ára gömlum hreinum sveini sem er sendur í afhommun frá Róm til Bologna. Faðir hans saumar kjóla á páfann og hefur lítið álit á norðurhéruðunum, kallar þau ýmist Þýskaland eða Norðurpólinn eftir því hvernig liggur á honum. Enn versnar það þegar sonurinn verður skotinn í blindri stúlku. Myndin sýnir hversu illa fer þegar menn verða ástfangnir af konum sem eru fyrir ofan þá í þjóðfélagsstiganum, og er þess vegna kærkomin tilbreyting frá Hollywoodvæmni.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira