Ófeigum verður ekki í hel komið 29. nóvember 2006 00:01 Die Hard-myndirnar þrjár eldast vel og standa enn fyrir sínu. Fyrsta myndin er þó áberandi best og er hryggjarstykkið í þessum þétta pakka sem er hlaðin aukaefni fyrir þá áhugasömustu. Hasarmyndin Die Hard sló hressilega í gegn árið 1988 og ekki að ósekju þar sem um frábæra hasarmynd er að ræða. Bruce Willis sýndi þarna á sér nýja hlið eftir að hafa gert það gott í gamanþátttunum Moonlighting. Hann hefur verið einn helsti harðhausinn í Hollywood frá því hann stútaði 12 hryðjuverkamönnum í Nakatomi byggingunni, berfættur í hvítum hlýrabol. Velgegni Die Hard var fylgt eftir með tveimur prýðilegum framhaldsmyndum og sú fjórða er í býgerð. Þær þrjár Die Hard myndir sem liggja fyrir eru komnar út í veglegum sex diska pakka sem er drekkhlaðin aukaefni. Pakkinn stendur fyllilega fyrir sínu, burtséð frá öllu aukaefninu enda er þessi þríleikur einn og sér í meira lagi eigulegur. Fyrsta myndin er enn áberandi best og eldist ákaflega vel. Þar er rannsóknarlögreglumaðurinn John McClaine kynntur til sögurnnar. Hann er harðjaxl frá New York sem á erfitt með að fylgja vinnureglum sem kemur sér ágætlega þegar hann blandast óvænt í gíslatöku hryðjuverkamanna í Los Angeles þar sem hann er staddur í jólafríi. Einn síns liðs þvælist hann á milli hæða í háhýsi og kálar ódæðismönnunum í örvæntingafullri tilraun til þess að bjarga eiginkonu sinni sem er í hópi gíslanna. Spennan er keyrð upp jafnt og þétt og og Willis fer á kostum í röð magnaðra atriða en má þó hafa sig allan við þar sem senuþjófurinn Alan Rickman er í banastuði sem terroristinn Hans Gruber. John McTiernan leikstýrði myndinni og hefur aldrei gert betur á brokkgengum ferli sínum. Það kom svo í hlut Finnans Renny Harlin að stýra Willis í gegnum frekari hremmingar í Die Hard 2: Die Harder. Þar er McClaine staddur á Dulles flugvelli í Washington, rétt fyrir jól, til þess að taka á móti eiginkonu sinni. Hryðjuverkamenn taka flugvöllinn yfir til þess að frelsa eiturlyfjabarón sem er væntanlegur með fangaflugi og til þess að leggja áherslu á kröfur sínar stefna þeir að því að brotlenda vélum sem leggja leið sína þangað. McClaine þarf því aftur að genga milli bols og höfuðs á illmennum til þess að bjarga lífi eiginkonu sinnar. Það er því ekki hægt að segja að Die Hard 2 bæti miklu við fyrri myndina en hún stendur vel fyrir sínu og svíkur ekki. Í þriðju myndinni Die Hard: With a Vengeance er McTiernan aftur við stjórnvölinn. McClaine er nú fráskilin og þarf því ekki að hafa áhyggjur af eiginkonu sinni nú en dtregst grúttimbraður inn í þaulskipulagt bankarán hryðjuverkamanna. Tenging við fyrstu myndina er mynduð með því að forsprakki hryðjuverkamannanna að þessu sinni er Simon Gruber, bróðir Hans sem Willis henti út um glugga árið 1988. Samuel L. Jackson leikur ólíklegan félaga Willis í þriðju myndinni og lyftir henni á hærra plan þó það skjóti óneitanlega skökku við að McClaine standi ekki lengur einn í atinu og myndin minnir óneitanlega meira á Leathal Weapon en fyrri myndirnar tvær. Myndin verður þó alls ekki verri fyrir vikið og hún býður upp á meira fjör en millikaflinn. Hverri mynd fylgir aukadiskur með alls kyns viðbótum, viðtölum við leikara og leikstjóra, atriðum sem ekki komust í lokaútgáfurnar og með þriðju myndinni er boðið upp á annan endi. Þá er hægt að horfa á myndirnar með athugasemdum leikstjóranna þannig að þeir sem hafa áhuga á og vilja sökkva sér ofan í bakgrunn Die Hard myndanna fá helling fyrir sinn snúð í þessum veglega pakka. Þórarinn Þórarinsson Bruce Willis Er alltaf jafn foringjalegur þegar hann bregður sér í hvíta hlýrabolinn hans Johns McClaine. .. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hasarmyndin Die Hard sló hressilega í gegn árið 1988 og ekki að ósekju þar sem um frábæra hasarmynd er að ræða. Bruce Willis sýndi þarna á sér nýja hlið eftir að hafa gert það gott í gamanþátttunum Moonlighting. Hann hefur verið einn helsti harðhausinn í Hollywood frá því hann stútaði 12 hryðjuverkamönnum í Nakatomi byggingunni, berfættur í hvítum hlýrabol. Velgegni Die Hard var fylgt eftir með tveimur prýðilegum framhaldsmyndum og sú fjórða er í býgerð. Þær þrjár Die Hard myndir sem liggja fyrir eru komnar út í veglegum sex diska pakka sem er drekkhlaðin aukaefni. Pakkinn stendur fyllilega fyrir sínu, burtséð frá öllu aukaefninu enda er þessi þríleikur einn og sér í meira lagi eigulegur. Fyrsta myndin er enn áberandi best og eldist ákaflega vel. Þar er rannsóknarlögreglumaðurinn John McClaine kynntur til sögurnnar. Hann er harðjaxl frá New York sem á erfitt með að fylgja vinnureglum sem kemur sér ágætlega þegar hann blandast óvænt í gíslatöku hryðjuverkamanna í Los Angeles þar sem hann er staddur í jólafríi. Einn síns liðs þvælist hann á milli hæða í háhýsi og kálar ódæðismönnunum í örvæntingafullri tilraun til þess að bjarga eiginkonu sinni sem er í hópi gíslanna. Spennan er keyrð upp jafnt og þétt og og Willis fer á kostum í röð magnaðra atriða en má þó hafa sig allan við þar sem senuþjófurinn Alan Rickman er í banastuði sem terroristinn Hans Gruber. John McTiernan leikstýrði myndinni og hefur aldrei gert betur á brokkgengum ferli sínum. Það kom svo í hlut Finnans Renny Harlin að stýra Willis í gegnum frekari hremmingar í Die Hard 2: Die Harder. Þar er McClaine staddur á Dulles flugvelli í Washington, rétt fyrir jól, til þess að taka á móti eiginkonu sinni. Hryðjuverkamenn taka flugvöllinn yfir til þess að frelsa eiturlyfjabarón sem er væntanlegur með fangaflugi og til þess að leggja áherslu á kröfur sínar stefna þeir að því að brotlenda vélum sem leggja leið sína þangað. McClaine þarf því aftur að genga milli bols og höfuðs á illmennum til þess að bjarga lífi eiginkonu sinnar. Það er því ekki hægt að segja að Die Hard 2 bæti miklu við fyrri myndina en hún stendur vel fyrir sínu og svíkur ekki. Í þriðju myndinni Die Hard: With a Vengeance er McTiernan aftur við stjórnvölinn. McClaine er nú fráskilin og þarf því ekki að hafa áhyggjur af eiginkonu sinni nú en dtregst grúttimbraður inn í þaulskipulagt bankarán hryðjuverkamanna. Tenging við fyrstu myndina er mynduð með því að forsprakki hryðjuverkamannanna að þessu sinni er Simon Gruber, bróðir Hans sem Willis henti út um glugga árið 1988. Samuel L. Jackson leikur ólíklegan félaga Willis í þriðju myndinni og lyftir henni á hærra plan þó það skjóti óneitanlega skökku við að McClaine standi ekki lengur einn í atinu og myndin minnir óneitanlega meira á Leathal Weapon en fyrri myndirnar tvær. Myndin verður þó alls ekki verri fyrir vikið og hún býður upp á meira fjör en millikaflinn. Hverri mynd fylgir aukadiskur með alls kyns viðbótum, viðtölum við leikara og leikstjóra, atriðum sem ekki komust í lokaútgáfurnar og með þriðju myndinni er boðið upp á annan endi. Þá er hægt að horfa á myndirnar með athugasemdum leikstjóranna þannig að þeir sem hafa áhuga á og vilja sökkva sér ofan í bakgrunn Die Hard myndanna fá helling fyrir sinn snúð í þessum veglega pakka. Þórarinn Þórarinsson Bruce Willis Er alltaf jafn foringjalegur þegar hann bregður sér í hvíta hlýrabolinn hans Johns McClaine. ..
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira