Gaman að teika 29. nóvember 2006 06:30 Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Ég hef stundað það að teika. Hér á árum áður var það mikið sport hjá okkur strákunum að hanga aftan í bílum eða teika eins og það var kallað. Þetta var á þeim árum að bíltúrar voru stórkostlegt sport. Bílar ekki í allra eigu og Þingvallahringurinn var stórkostlegt ævintýri svo ekki sé talað um þá paradís sem Eden í Hveragerði var. Ég reyndar fetaði einu sinni í fótspor hinna fyrstu með óknyttum og var vísað úr paradís. Þó ekki að eilífu. Teik er hættulegt sport þar sem blautir ullarvettlingar gátu orðið manni hættulegir þegar þeir mættu frosnum stuðurum. Nú er varla lengur hægt að teika. Gróðurhúsaáhrif og vel saltaðar götur sjá til þess. Enda kannski eins gott því þetta var varasöm iðja. Leikir barna búa þau undir lífið og ég er ekki frá því að teikið hafi kennt manni eitt og annað. Maður á aldrei að teika bíla sem er ekið af köllum sem eru stórir og fljótir að hlaupa. Ekki var heldur gott að festast við bílinn. Maður verður að geta sleppt af sjálfsdáðum. Þetta hefur nýst mér vel. Ég nota þetta oft í fjárfestingum. Ef maður heldur sig við líkinguna þá eru stóru kallarnir sem eru fljótir að hlaupa, þeir sem hafa aðra hagsmuni en maður sjálfur. Þá teikar maður ekki. Svo er hitt að átta sig á að þegar maður er kominn nógu langt þá sleppir maður. Blautir vettlingar eru þá hin sálfræðilega hindrun sem margir glíma við þegar þeir tíma ekki að selja. Ég á ekki við þann vanda að glíma. Enginn vettlingatök hjá mér. Ég hef teikað nánast alla stóru fjárfestana, Bjöggana, Baug, Kaupþing, Bakkabræður, Þórð í Straumi, FL Group og svo mætti lengi telja. Sumar salibunurnar hafa verið einkar skemmtilegar, í öðrum hefur maður lent á bráðnun kringum ræsi og kastast af. Frá þessu hef ég komist slysalaust og með góðum árangri svo maður hæli sér svolítið. Mér finnst verst að hafa ekki teikað Bjögga full force í Tékkó, en það var ekki tækifæri til þess, nema náttúrlega í gegnum Lansann og Straum. Maður er náttúrlega alltaf með eggin sín í annarra hreiðrum, því maður er bæði gaukur og teikari. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Ég hef stundað það að teika. Hér á árum áður var það mikið sport hjá okkur strákunum að hanga aftan í bílum eða teika eins og það var kallað. Þetta var á þeim árum að bíltúrar voru stórkostlegt sport. Bílar ekki í allra eigu og Þingvallahringurinn var stórkostlegt ævintýri svo ekki sé talað um þá paradís sem Eden í Hveragerði var. Ég reyndar fetaði einu sinni í fótspor hinna fyrstu með óknyttum og var vísað úr paradís. Þó ekki að eilífu. Teik er hættulegt sport þar sem blautir ullarvettlingar gátu orðið manni hættulegir þegar þeir mættu frosnum stuðurum. Nú er varla lengur hægt að teika. Gróðurhúsaáhrif og vel saltaðar götur sjá til þess. Enda kannski eins gott því þetta var varasöm iðja. Leikir barna búa þau undir lífið og ég er ekki frá því að teikið hafi kennt manni eitt og annað. Maður á aldrei að teika bíla sem er ekið af köllum sem eru stórir og fljótir að hlaupa. Ekki var heldur gott að festast við bílinn. Maður verður að geta sleppt af sjálfsdáðum. Þetta hefur nýst mér vel. Ég nota þetta oft í fjárfestingum. Ef maður heldur sig við líkinguna þá eru stóru kallarnir sem eru fljótir að hlaupa, þeir sem hafa aðra hagsmuni en maður sjálfur. Þá teikar maður ekki. Svo er hitt að átta sig á að þegar maður er kominn nógu langt þá sleppir maður. Blautir vettlingar eru þá hin sálfræðilega hindrun sem margir glíma við þegar þeir tíma ekki að selja. Ég á ekki við þann vanda að glíma. Enginn vettlingatök hjá mér. Ég hef teikað nánast alla stóru fjárfestana, Bjöggana, Baug, Kaupþing, Bakkabræður, Þórð í Straumi, FL Group og svo mætti lengi telja. Sumar salibunurnar hafa verið einkar skemmtilegar, í öðrum hefur maður lent á bráðnun kringum ræsi og kastast af. Frá þessu hef ég komist slysalaust og með góðum árangri svo maður hæli sér svolítið. Mér finnst verst að hafa ekki teikað Bjögga full force í Tékkó, en það var ekki tækifæri til þess, nema náttúrlega í gegnum Lansann og Straum. Maður er náttúrlega alltaf með eggin sín í annarra hreiðrum, því maður er bæði gaukur og teikari. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira