Meinleg málsvörn borgarstjóra Dagur B. Eggertsson skrifar 30. nóvember 2006 05:00 Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun