Stenst tímans tönn 1. desember 2006 15:30 Jóladagatal Sjónvarpsins er nú endursýnt í annað skiptið, en það var framleitt árið 1991. Sýningar á Jóladagatali Sjónvarpsins, sem að þessu sinni er sagan um stjörnustrákinn Bláma og Ísafoldu eftir Sigrúnu Eldjárn, hefjast í dag. Þættirnir, sem Kári Halldór leikstýrði, voru frumsýndir fyrir fimmtán árum og endursýndir árið 1998. Aðalleikararnir voru þá allir nýkomnir inn í leiklistarbransann. Fréttablaðið athugaði hvar þau eru stödd í dag. „Ég er að leikstýra jólasýningu hjá Stopp leikhópnum og kenni við Háskólann í Reykjavík,“ sagði Sigurþór A. Heimisson, sem hefur haldið sig innan leiklistargeirans. Hann heldur að þættirnir standist tímans tönn með prýði. „Þetta er líka tekið upp úti um borg og bæ, það er gaman að sjá hvernig borgin hefur breyst,“ sagði Sigurþór, sem aftók ekki að hann myndi fylgjast með dagatalinu í ár. „Ég á sex ára strák sem mun fylgjast spenntur með. Ég kann líka ákaflega vel við stjörnustrákinn Bláma,“ sagði hann. Kristjana Pálsdóttir, sem fór með hlutverk Ísafoldar, er búsett fyrir norðan þar sem hún hefur kennt leiklist og sett upp sýningar með nálægum grunnskólum. „Ég hef komið að einhverju leiklistartengdu á hverju ári frá því að ég útskrifaðist,“ sagði Kristjana, en hlutverk Ísafoldar var eitt fyrsta hlutverk hennar. „Þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta nú vera með skemmtilegri jóladagatölunum,“ sagði Kristjana. „Ég hef þá trú að þetta sé ekkert leiðinlegra núna.“ Guðfinna Rúnarsdóttir fór með þriðja aðalhlutverkið í þáttunum, sem hún kallar sjálf Fruntalegu kellinguna. „Þetta var algjört draumahlutverk, hún var alltaf að þykjast vera eitthvað annað en hún var, svo ég fékk ótal gervi,“ sagði Guðfinna, en Fruntalega kellingin var fyrsta stóra hlutverk hennar. Guðfinna einbeitir sér nú að þýðingum og heldur námskeið í upplestri og framsögu fyrir nemendur í 7. bekk. Guðfinna segir börnum hennar finnast býsna skemmtilegt að fá að sjá dagatalið aftur. „Sonur minn hafði nú einhverjar áhyggjur af því að honum myndi finnast mamma hans eitthvað hallærisleg núna, enda var þetta mjög ýkt persóna,“ sagði Guðfinna hlæjandi. „Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu, en ég vildi helst að það væru framleidd ný jóladagatöl á hverju ári,“ bætti hún við. Menning Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sýningar á Jóladagatali Sjónvarpsins, sem að þessu sinni er sagan um stjörnustrákinn Bláma og Ísafoldu eftir Sigrúnu Eldjárn, hefjast í dag. Þættirnir, sem Kári Halldór leikstýrði, voru frumsýndir fyrir fimmtán árum og endursýndir árið 1998. Aðalleikararnir voru þá allir nýkomnir inn í leiklistarbransann. Fréttablaðið athugaði hvar þau eru stödd í dag. „Ég er að leikstýra jólasýningu hjá Stopp leikhópnum og kenni við Háskólann í Reykjavík,“ sagði Sigurþór A. Heimisson, sem hefur haldið sig innan leiklistargeirans. Hann heldur að þættirnir standist tímans tönn með prýði. „Þetta er líka tekið upp úti um borg og bæ, það er gaman að sjá hvernig borgin hefur breyst,“ sagði Sigurþór, sem aftók ekki að hann myndi fylgjast með dagatalinu í ár. „Ég á sex ára strák sem mun fylgjast spenntur með. Ég kann líka ákaflega vel við stjörnustrákinn Bláma,“ sagði hann. Kristjana Pálsdóttir, sem fór með hlutverk Ísafoldar, er búsett fyrir norðan þar sem hún hefur kennt leiklist og sett upp sýningar með nálægum grunnskólum. „Ég hef komið að einhverju leiklistartengdu á hverju ári frá því að ég útskrifaðist,“ sagði Kristjana, en hlutverk Ísafoldar var eitt fyrsta hlutverk hennar. „Þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta nú vera með skemmtilegri jóladagatölunum,“ sagði Kristjana. „Ég hef þá trú að þetta sé ekkert leiðinlegra núna.“ Guðfinna Rúnarsdóttir fór með þriðja aðalhlutverkið í þáttunum, sem hún kallar sjálf Fruntalegu kellinguna. „Þetta var algjört draumahlutverk, hún var alltaf að þykjast vera eitthvað annað en hún var, svo ég fékk ótal gervi,“ sagði Guðfinna, en Fruntalega kellingin var fyrsta stóra hlutverk hennar. Guðfinna einbeitir sér nú að þýðingum og heldur námskeið í upplestri og framsögu fyrir nemendur í 7. bekk. Guðfinna segir börnum hennar finnast býsna skemmtilegt að fá að sjá dagatalið aftur. „Sonur minn hafði nú einhverjar áhyggjur af því að honum myndi finnast mamma hans eitthvað hallærisleg núna, enda var þetta mjög ýkt persóna,“ sagði Guðfinna hlæjandi. „Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu, en ég vildi helst að það væru framleidd ný jóladagatöl á hverju ári,“ bætti hún við.
Menning Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira