Viðskipti innlent

Farice með nýjan vef

Tveir sæstrengir tengja landið við umheiminn með ljósleiðara, Cantat-3 og Farice. Í skoðun er svo lagning Farice2.
Tveir sæstrengir tengja landið við umheiminn með ljósleiðara, Cantat-3 og Farice. Í skoðun er svo lagning Farice2.

Farice, sem rekur ljósleiðarastreng héðan til Skotlands með viðkomu í Færeyjum, hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.farice.is.

Nýi vefurinn er sagður mun aðgengilegri en sá fyrri og efnisframsetningin skýrari. Tæpt er á þáttum í rekstri Farice á borð við umhverfismál, fiskveiðar og öryggismál.

Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir áhuga útlendinga á landinu að aukast og því hafi verið nauðsynlegt að hressa upp á ímynd fyrirtækisins. „Upplýsingatæknisamfélagið og fjarskipti hafa verið að þróast hratt og þar eru gríðarlega mörg tækifæri sem geta haft jákvæð áhrif á þróun efnahags- og atvinnumála hér og í Færeyjum,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×