Fjármálalæsi er tæki sem nýtist í lífinu 6. desember 2006 00:01 Börn í banka MYND/GVA Orðið fjármálalæsi hefur komið æ oftar upp í samræðum manna hér á landi síðastliðinn áratug eða svo, ekki síst vegna vakningar hinna ýmsu samtaka og stofnana samfélagsins sem ítrekað hamra á mikilvægi fjármála í daglegu lífi. En þrátt fyrir aukna umræðu um fjármál, ýmsar sparnaðarleiðir, tal um yfirdrætti, hlutabréfakaup og ýmislegt tengt peningum virðist sem það skili sér ekki í auknum skilningi fólks á fjármálum.lítil þekking á fjármálumFjármálalæsi Íslendinga er í mörgu ábótavant og má telja landsmenn fremur til skuldara en hitt í samanburði við frændur okkar á Norðurlöndunum. Sumir spenna bogann hátt í viðleitni sinni til að fylgja tískustraumum en aðrir lenda í skuldasúpu af persónulegum ástæðum, svo sem vegna veikinda, í kjölfar skilnaðar og svo mætti lengi telja. Hvað sem því líður virðist meirihluti landsmanna líta á fjármuni sem tæki til að lifa frá degi til dags fremur en að leggja þá til hliðar fyrir mögru dagana. Þessi tilhneiging byrjar snemma á lífsleiðinni líkt og Breki Karlsson komst að í lokaverkefni sínu við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á síðasta ári. Breki sendi lista með 40 spurningum til 70 framhaldsskólanema í Reykjavík þar sem spurt var um helstu atriði í fjármálum þeirra.Niðurstöðurnar voru vægast sagt sláandi enda fengu nemendurnir meðaleinkunnina 4,6, sem jafngildir falleinkunn í fjármálalæsi.Könnunin leiddi meðal annars í ljós að um 17,5 prósent framhaldsskólanema hafi að meðaltali um 146 þúsund króna yfirdrátt í bönkum Hæsti yfirdrátturinn nam 600 þúsundum króna en algengast var að framhaldsskólanemarnir væru með 50 þúsund króna yfirdrátt.Þá greiddi tæplega fjórðungur framhaldsskólanemanna mánaðarlegar afborganir af lánum sínum og höfðu 13 prósent þeirra lent í vanskilum með afborganir.kennsla í fjármálalæsiKönnun Breka fékk mikla athygli. Glitnir, þá Íslandsbanki, efndi til ráðstefnu um fjármálalæsi og færni í fjármálum í samstarfi við HR, sem sérstaklega var ætluð þeim sem miðla upplýsingum um fjármál til almennings. Þá rötuðu niðurstöður Breka inn í umræður á Alþingi í janúar á þessu ári þegar Valdimar L. Friðriksson, þá þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á miklum fjölda gjaldþrota ungs fólks á aldrinum 20 til 30 ára og fjölgunar á árangurslausum fjárnámum hjá fólki á aldrinum 15–30 ára, en þau jukust um 42 prósent á árunum 2001 til 2005. Þá vitnaði Valdimar til könnunar Breka og spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í hvaða bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla kennsla færi fram í meðferð fjármuna.Menntamálaráðherra sagði íslensk börn og unglinga hafa almennt meira fé á milli handanna nú en áður og hafa í auknum mæli orðið markhópur sem kaupendur vöru og þjónustu. Af þessum sökum sé fræðsla um fjármál í grunn- og framhaldsskólum afar mikilvæg og brýn. Þorgerður benti á að kennsla í fjármálum færi fram í skyldunámskeiðinu lífsleikni í 8., 9. og 10 bekk í samræmi við Aðalnámskrár grunnskóla og framhaldsskóla og sé markmiðið að nemendur þekki og skilji hvað það sé að vera neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi að námi loknu.Lífsleikni hefur verið kennd í grunn- og framhaldsskólum landsins í nokkur ár. Námið hefur ekki skilað sér að fullu út í samfélagið og virðist sem kynslóðaskipti þurfi til að það gerist að einhverju marki.Leiða leitað úr skuldafeniHvað sem öðru líður hafa skuldir heimilanna vaxið ár frá ári. Virðist sem margir loki eyrunum fyrir orðum á borð við sparnað og aðhaldi í fjármálum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands námu heildarskuldir heimilanna um áramótin 2004/2005 eitt þúsund milljörðum króna en það er 23,4 prósenta aukning á milli ára. Helmingur skuldanna var við innlánsstofnanir og jukust þær um 76,5 prósent á síðasta ári.Þeir sem lent hafa í ógöngum í skuldafeninu geta leitað úrlausna sinna mála hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem aðstoðar einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og eru komin í þrot með fjármál sín. Þar er aðstoðað við gerð greiðsluáætlunar, leitað hentugra úrræða og höfð milliganga um samninga við lánadrottna í sérstöku tilvikum. Í ársskýrslu Ráðgjafarstofunnar á síðasta ári segir að vert sé að horfa til framtíðar og vinna að því að styrkja enn frekar fræðslu í fjármálum og vinna að því að forða einstaklingum og fjölskyldum frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum. Um alvörumál sé að ræða því erfiðleikar sem þessir kosti mikið, jafnt einstaklinginn sem skuldar, kröfuhafann og samfélagið í heild. Sé til mikils að vinna. Þá er það markmið Ráðgjafarstofunnar að vinna að fræðslustarfi fyrir almenning um fjármál heimilanna í því augnamiði að draga úr hættu á greiðsluerfiðleikum.Í ársskýrslu Ráðgjafarstofunnar kemur fram að helsta ástæða greiðsluerfiðleika eru veikindi einstaklinga, eða í 24,6 prósentum tilvika. Næst á eftir koma offjárfestingar eða í 19,8 prósentum tilvika. Minni tekjur og atvinnuleysi fylgja næst á eftir. Vankunnátta í fjármálum er fimmta ástæðan fyrir greiðsluerfiðleikum einstaklinga.Meðalskuldir einstaklinga sem leita til Ráðgjafarstofunnar hafa aukist ár frá ári. Árið 2003 námu meðalskuldir einstaklinga 5,8 milljónum króna en voru tæpar 7,5 milljónir króna á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofunni stefnir í hærri meðalskuldir einstaklinga á þessu ári. Athygli vekur að mestur hluti þeirra lána sem lentu í vanskilum hjá einstaklingum á síðasta ári voru skammtímalán á borð við yfirdráttarheimildir. Fast á hæla þeirra fylgdu ógreidd opinber gjöld og aðrar ótilgreindar skuldir. Meðlags- og kreditkortaskuldir voru í næstu sætum á eftir.Þetta rímar við þá sem oftast leituðu til Ráðgjafarstofunnar á síðasta ári en meirihluti þeirra voru einhleypir karlar um og yfir fertugt og einstæðar mæður á aldrinum 20 til 30 ára.Komandi kynslóðirSamtökin Junior Achievement á Íslandi, eða Ungir frumkvöðlar, hafa haft það að markmiði síðastliðin þrjú skólaár að efla fjármálalæsi og viðskiptalegan hugsunarhátt grunnskólanemenda í 9. bekk á aldrinum 14-15 ára undir heitinu Framtíðarsmiðjan. Um valnámskeið er að ræða einu sinni í viku í 8 vikur þar sem unglingum er meðal annars kennd gerð fjárhagsáætlana bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur, gerð atvinnuumsókna, atvinnuviðtal og þeir vaktir til umhugsunar um framtíðaráform sín og ábyrgð í fjármálum. Þá er hlutabréfamarkaðurinn skoðaður. Sérstakir ráðgjafar, sem koma frá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, kenna námsefnið og tengja það atvinnulífinu með beinum hætti.Junior Achievement eru alþjóðleg félagasamtök sem hafa boðið upp á námskeið sem þetta úti um allan heim. Fyrir þremur árum þótti nauðsynlegt að bjóða upp á fjármálanámið í grunnskólum landsins og var ákveðið að þýða það og laga að íslenskum aðstæðum. Námið hefur notið mikilla vinsælda og stefnir í að 600 nemendur sitji námskeiðið á árinu. Junior Achievement heldur einnig svipað námskeið fyrir framhaldsskólanemendur, sem heitir Fyrirtækjasmiðjan. Þátttakendur í námskeiðinu stofna fyrirtæki frá grunni og reka það í 13 vikur. Í námskeiðinu ákveða unglingarnir sjálfir hvað fyrirtækið heitir, hvað það framleiðir og gera ítarlega viðskiptaáætlun. Þeir selja síðan hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 500 krónur á hlut. Velgengni í hlutabréfasölu í fyrirtækinu líkist að mörgu leyti raunveruleikanum enda verður fyrirtækið að vera vænlegur kostur í augum hluthafa. Þegar þessu er lokið fer varan í framleiðslu og sölu. Að þrettán vikum liðnum er efnahags- og rekstrarreikningur fyrirtækjanna gerður upp og arður greiddur til hluthafa. Arðurinn er raunverulegur og oft hlutfallslega mun hærri en í raunverulegum fyrirtækjum, að sögn Jennýar Jóakimsdóttur, verkefnastjóra hjá Junior Achievement.Junior Achievement er með uppskeruhátíð í lok hvers 13 vikna námskeiðs í Fyrirtækjasmiðjunni. Þar kynnar hópar frá öllum framhaldsskólunum sem tóku þátt í námskeiðahaldinu áætlanir sínar og gengi fyrirtækjanna fyrir dómnefnd. Á síðasta ári vann hópur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri en hann þróaði hollustudrykkinn Mjús. Norðurmjólk á Akureyri framleiddi drykkinn í þær vikur sem námskeiðið stóð yfir en hefur lýst yfir áhuga á að framleiða hann áfram. Þá náði drykkurinn inn í Evrópukeppni Frumkvöðla á vegum Junior Achievement, sem fram fór í Sviss í ágúst síðastliðnum.Blásið til sóknarEn það eru fleiri en skólar og stofnanir sem sinna kennslu í fjármálalæsi og kenna fólki meðhöndlun fjármuna og skipulagningu í þeim efnum til framtíðar. Þar koma bankar og fjármálafyrirtæki til skjalanna en þau hafa með ýmsu móti ýtt undir að einstaklingar taki ábyrgð á eigin fjármálum og ávaxti pund sitt fremur en að eyða því.Samtök fjármálafyrirtækja, sem taka til starfa um næstu áramót, ætla að auka skilning almennings á fjármálastarfsemi. Það felur meðal annars í sér aukið fjármálalæsi landsmanna allt frá fræðslu í skólum til þess að vera með stöðuga upplýsingagjöf í fjölmiðlum og annarri almennri umræðu.Bjarni Ármannsson, formaður samtakanna, segir gott fjármálalæsi barna og unglinga mikilvægt veganesti út í lífið. „Það skiptir máli þegar börn og unglingar koma út í lífið að þeir kunni að fara með fé,“ segir hann en leggur áherslu á mikilvægi þess að þau hafi þekkingu á eigin fjármálum. Sú þekking sé varanleg og nýtist sem tæki í gegnum lífið, að hans sögn. „Fólk þarf að vera betur meðvitað um þessa þætti fyrr á lífsleiðinni,“ segir Bjarni. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Orðið fjármálalæsi hefur komið æ oftar upp í samræðum manna hér á landi síðastliðinn áratug eða svo, ekki síst vegna vakningar hinna ýmsu samtaka og stofnana samfélagsins sem ítrekað hamra á mikilvægi fjármála í daglegu lífi. En þrátt fyrir aukna umræðu um fjármál, ýmsar sparnaðarleiðir, tal um yfirdrætti, hlutabréfakaup og ýmislegt tengt peningum virðist sem það skili sér ekki í auknum skilningi fólks á fjármálum.lítil þekking á fjármálumFjármálalæsi Íslendinga er í mörgu ábótavant og má telja landsmenn fremur til skuldara en hitt í samanburði við frændur okkar á Norðurlöndunum. Sumir spenna bogann hátt í viðleitni sinni til að fylgja tískustraumum en aðrir lenda í skuldasúpu af persónulegum ástæðum, svo sem vegna veikinda, í kjölfar skilnaðar og svo mætti lengi telja. Hvað sem því líður virðist meirihluti landsmanna líta á fjármuni sem tæki til að lifa frá degi til dags fremur en að leggja þá til hliðar fyrir mögru dagana. Þessi tilhneiging byrjar snemma á lífsleiðinni líkt og Breki Karlsson komst að í lokaverkefni sínu við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á síðasta ári. Breki sendi lista með 40 spurningum til 70 framhaldsskólanema í Reykjavík þar sem spurt var um helstu atriði í fjármálum þeirra.Niðurstöðurnar voru vægast sagt sláandi enda fengu nemendurnir meðaleinkunnina 4,6, sem jafngildir falleinkunn í fjármálalæsi.Könnunin leiddi meðal annars í ljós að um 17,5 prósent framhaldsskólanema hafi að meðaltali um 146 þúsund króna yfirdrátt í bönkum Hæsti yfirdrátturinn nam 600 þúsundum króna en algengast var að framhaldsskólanemarnir væru með 50 þúsund króna yfirdrátt.Þá greiddi tæplega fjórðungur framhaldsskólanemanna mánaðarlegar afborganir af lánum sínum og höfðu 13 prósent þeirra lent í vanskilum með afborganir.kennsla í fjármálalæsiKönnun Breka fékk mikla athygli. Glitnir, þá Íslandsbanki, efndi til ráðstefnu um fjármálalæsi og færni í fjármálum í samstarfi við HR, sem sérstaklega var ætluð þeim sem miðla upplýsingum um fjármál til almennings. Þá rötuðu niðurstöður Breka inn í umræður á Alþingi í janúar á þessu ári þegar Valdimar L. Friðriksson, þá þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á miklum fjölda gjaldþrota ungs fólks á aldrinum 20 til 30 ára og fjölgunar á árangurslausum fjárnámum hjá fólki á aldrinum 15–30 ára, en þau jukust um 42 prósent á árunum 2001 til 2005. Þá vitnaði Valdimar til könnunar Breka og spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í hvaða bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla kennsla færi fram í meðferð fjármuna.Menntamálaráðherra sagði íslensk börn og unglinga hafa almennt meira fé á milli handanna nú en áður og hafa í auknum mæli orðið markhópur sem kaupendur vöru og þjónustu. Af þessum sökum sé fræðsla um fjármál í grunn- og framhaldsskólum afar mikilvæg og brýn. Þorgerður benti á að kennsla í fjármálum færi fram í skyldunámskeiðinu lífsleikni í 8., 9. og 10 bekk í samræmi við Aðalnámskrár grunnskóla og framhaldsskóla og sé markmiðið að nemendur þekki og skilji hvað það sé að vera neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi að námi loknu.Lífsleikni hefur verið kennd í grunn- og framhaldsskólum landsins í nokkur ár. Námið hefur ekki skilað sér að fullu út í samfélagið og virðist sem kynslóðaskipti þurfi til að það gerist að einhverju marki.Leiða leitað úr skuldafeniHvað sem öðru líður hafa skuldir heimilanna vaxið ár frá ári. Virðist sem margir loki eyrunum fyrir orðum á borð við sparnað og aðhaldi í fjármálum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands námu heildarskuldir heimilanna um áramótin 2004/2005 eitt þúsund milljörðum króna en það er 23,4 prósenta aukning á milli ára. Helmingur skuldanna var við innlánsstofnanir og jukust þær um 76,5 prósent á síðasta ári.Þeir sem lent hafa í ógöngum í skuldafeninu geta leitað úrlausna sinna mála hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem aðstoðar einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og eru komin í þrot með fjármál sín. Þar er aðstoðað við gerð greiðsluáætlunar, leitað hentugra úrræða og höfð milliganga um samninga við lánadrottna í sérstöku tilvikum. Í ársskýrslu Ráðgjafarstofunnar á síðasta ári segir að vert sé að horfa til framtíðar og vinna að því að styrkja enn frekar fræðslu í fjármálum og vinna að því að forða einstaklingum og fjölskyldum frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum. Um alvörumál sé að ræða því erfiðleikar sem þessir kosti mikið, jafnt einstaklinginn sem skuldar, kröfuhafann og samfélagið í heild. Sé til mikils að vinna. Þá er það markmið Ráðgjafarstofunnar að vinna að fræðslustarfi fyrir almenning um fjármál heimilanna í því augnamiði að draga úr hættu á greiðsluerfiðleikum.Í ársskýrslu Ráðgjafarstofunnar kemur fram að helsta ástæða greiðsluerfiðleika eru veikindi einstaklinga, eða í 24,6 prósentum tilvika. Næst á eftir koma offjárfestingar eða í 19,8 prósentum tilvika. Minni tekjur og atvinnuleysi fylgja næst á eftir. Vankunnátta í fjármálum er fimmta ástæðan fyrir greiðsluerfiðleikum einstaklinga.Meðalskuldir einstaklinga sem leita til Ráðgjafarstofunnar hafa aukist ár frá ári. Árið 2003 námu meðalskuldir einstaklinga 5,8 milljónum króna en voru tæpar 7,5 milljónir króna á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofunni stefnir í hærri meðalskuldir einstaklinga á þessu ári. Athygli vekur að mestur hluti þeirra lána sem lentu í vanskilum hjá einstaklingum á síðasta ári voru skammtímalán á borð við yfirdráttarheimildir. Fast á hæla þeirra fylgdu ógreidd opinber gjöld og aðrar ótilgreindar skuldir. Meðlags- og kreditkortaskuldir voru í næstu sætum á eftir.Þetta rímar við þá sem oftast leituðu til Ráðgjafarstofunnar á síðasta ári en meirihluti þeirra voru einhleypir karlar um og yfir fertugt og einstæðar mæður á aldrinum 20 til 30 ára.Komandi kynslóðirSamtökin Junior Achievement á Íslandi, eða Ungir frumkvöðlar, hafa haft það að markmiði síðastliðin þrjú skólaár að efla fjármálalæsi og viðskiptalegan hugsunarhátt grunnskólanemenda í 9. bekk á aldrinum 14-15 ára undir heitinu Framtíðarsmiðjan. Um valnámskeið er að ræða einu sinni í viku í 8 vikur þar sem unglingum er meðal annars kennd gerð fjárhagsáætlana bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur, gerð atvinnuumsókna, atvinnuviðtal og þeir vaktir til umhugsunar um framtíðaráform sín og ábyrgð í fjármálum. Þá er hlutabréfamarkaðurinn skoðaður. Sérstakir ráðgjafar, sem koma frá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, kenna námsefnið og tengja það atvinnulífinu með beinum hætti.Junior Achievement eru alþjóðleg félagasamtök sem hafa boðið upp á námskeið sem þetta úti um allan heim. Fyrir þremur árum þótti nauðsynlegt að bjóða upp á fjármálanámið í grunnskólum landsins og var ákveðið að þýða það og laga að íslenskum aðstæðum. Námið hefur notið mikilla vinsælda og stefnir í að 600 nemendur sitji námskeiðið á árinu. Junior Achievement heldur einnig svipað námskeið fyrir framhaldsskólanemendur, sem heitir Fyrirtækjasmiðjan. Þátttakendur í námskeiðinu stofna fyrirtæki frá grunni og reka það í 13 vikur. Í námskeiðinu ákveða unglingarnir sjálfir hvað fyrirtækið heitir, hvað það framleiðir og gera ítarlega viðskiptaáætlun. Þeir selja síðan hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 500 krónur á hlut. Velgengni í hlutabréfasölu í fyrirtækinu líkist að mörgu leyti raunveruleikanum enda verður fyrirtækið að vera vænlegur kostur í augum hluthafa. Þegar þessu er lokið fer varan í framleiðslu og sölu. Að þrettán vikum liðnum er efnahags- og rekstrarreikningur fyrirtækjanna gerður upp og arður greiddur til hluthafa. Arðurinn er raunverulegur og oft hlutfallslega mun hærri en í raunverulegum fyrirtækjum, að sögn Jennýar Jóakimsdóttur, verkefnastjóra hjá Junior Achievement.Junior Achievement er með uppskeruhátíð í lok hvers 13 vikna námskeiðs í Fyrirtækjasmiðjunni. Þar kynnar hópar frá öllum framhaldsskólunum sem tóku þátt í námskeiðahaldinu áætlanir sínar og gengi fyrirtækjanna fyrir dómnefnd. Á síðasta ári vann hópur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri en hann þróaði hollustudrykkinn Mjús. Norðurmjólk á Akureyri framleiddi drykkinn í þær vikur sem námskeiðið stóð yfir en hefur lýst yfir áhuga á að framleiða hann áfram. Þá náði drykkurinn inn í Evrópukeppni Frumkvöðla á vegum Junior Achievement, sem fram fór í Sviss í ágúst síðastliðnum.Blásið til sóknarEn það eru fleiri en skólar og stofnanir sem sinna kennslu í fjármálalæsi og kenna fólki meðhöndlun fjármuna og skipulagningu í þeim efnum til framtíðar. Þar koma bankar og fjármálafyrirtæki til skjalanna en þau hafa með ýmsu móti ýtt undir að einstaklingar taki ábyrgð á eigin fjármálum og ávaxti pund sitt fremur en að eyða því.Samtök fjármálafyrirtækja, sem taka til starfa um næstu áramót, ætla að auka skilning almennings á fjármálastarfsemi. Það felur meðal annars í sér aukið fjármálalæsi landsmanna allt frá fræðslu í skólum til þess að vera með stöðuga upplýsingagjöf í fjölmiðlum og annarri almennri umræðu.Bjarni Ármannsson, formaður samtakanna, segir gott fjármálalæsi barna og unglinga mikilvægt veganesti út í lífið. „Það skiptir máli þegar börn og unglingar koma út í lífið að þeir kunni að fara með fé,“ segir hann en leggur áherslu á mikilvægi þess að þau hafi þekkingu á eigin fjármálum. Sú þekking sé varanleg og nýtist sem tæki í gegnum lífið, að hans sögn. „Fólk þarf að vera betur meðvitað um þessa þætti fyrr á lífsleiðinni,“ segir Bjarni.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira