Kvikmyndin Apocalypto í leikstjórn Mel Gibson fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum eftir fyrstu frumsýningarhelgina.
Myndin fjallar um Maya-indíána í Mið-Ameríku og er töluð á mállýsku þeirra.
Ekki höfðu margir trú á að hún færi á toppinn. „Ég held að fólk sé frekar undrandi á því að hún sé númer eitt. Fyrir tveimur mánuðum hefði enginn trúað því,“ sagði starfsmaður Disney.
Myndin var þó langt frá því að nálgast síðustu mynd Gibson í vinsældum, The Passion of Christ, sem náði inn rúmum 5,7 milljörðum króna króna eftir frumsýningarhelgi sína. Aflaði Apocalypto framleiðendum um 960 milljónum króna.
Í öðru sæti á aðsóknarlistanum varð rómantíska gamanmyndin The Holiday með Cameron Diaz og Jude Law í aðalhlutverkum og í því þriðja varð mörgæsamyndin Happy Feet.