Óvinafagnaður sett í salt 16. desember 2006 14:30 Friðrik Þór. Óvinafagnaður er komin út af lista eftir þriggja ára veru þar. Myndinni hefur verið frestað um óákveðin tíma. „Þetta var bara samningur milli mín og kvikmyndamiðstöðvarinnar að myndin skyldi vera tekin út að þessu sinni og þannig rýmt fyrir aðrar," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Á nýlegum lista yfir stöðu styrktra verkefna hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands er kvikmyndina Óvinafagnað hvergi að finna sem þó hefur verið þar síðastliðin þrjú ár og þá með vilyrði fyrir framleiðslustyrk upp á sjötíu milljónir undanfarin tvö ár. Kvikmyndin er byggð á Íslendingasögunum og er feikilega dýr í framleiðslu en Friðrik sagði kostnaðaráætlunina hljóma upp á rúma tvo milljarða íslenskra króna. „Vandamálið liggur í fjármagninu, að fá þá peninga sem vantar inn í verkefnið," útskýrir Friðrik sem var hins vegar hvergi af baki dottinn, sagði uppi hugmyndir um að gera ódýrari útgáfu til að sýna fjárfestum að vel væri hægt að framkvæma þetta ógnarstóra verkefni. Friðrik gengur hins vegar ekki óstyrktur frá borði því kvikmyndin S.A.S. fær vilyrði fyrir framleiðslustyrk upp á 55 milljónir en hún er gerð eftir handriti þeirra Arnaldar Indriðasonar og Óskars Jónassonar sem auk þess leikstýrir myndinni. Baltasar Kormákur leikur aðalhlutverkið og reiknaði framleiðandinn Friðrik með að vinna við gerð myndarinnar hæfist á næstu misserum. Óskar Jónasson leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni S.A.S sem fær vilyrði fyrir framleiðslustyrk uppá 55 milljónir íslenskra króna . Baltasar Kormákur hefur að undanförnu einbeitt sér að því að leikstýra kvikmyndum en verður fyrir framan myndavélina í S.A.S. . Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta var bara samningur milli mín og kvikmyndamiðstöðvarinnar að myndin skyldi vera tekin út að þessu sinni og þannig rýmt fyrir aðrar," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Á nýlegum lista yfir stöðu styrktra verkefna hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands er kvikmyndina Óvinafagnað hvergi að finna sem þó hefur verið þar síðastliðin þrjú ár og þá með vilyrði fyrir framleiðslustyrk upp á sjötíu milljónir undanfarin tvö ár. Kvikmyndin er byggð á Íslendingasögunum og er feikilega dýr í framleiðslu en Friðrik sagði kostnaðaráætlunina hljóma upp á rúma tvo milljarða íslenskra króna. „Vandamálið liggur í fjármagninu, að fá þá peninga sem vantar inn í verkefnið," útskýrir Friðrik sem var hins vegar hvergi af baki dottinn, sagði uppi hugmyndir um að gera ódýrari útgáfu til að sýna fjárfestum að vel væri hægt að framkvæma þetta ógnarstóra verkefni. Friðrik gengur hins vegar ekki óstyrktur frá borði því kvikmyndin S.A.S. fær vilyrði fyrir framleiðslustyrk upp á 55 milljónir en hún er gerð eftir handriti þeirra Arnaldar Indriðasonar og Óskars Jónassonar sem auk þess leikstýrir myndinni. Baltasar Kormákur leikur aðalhlutverkið og reiknaði framleiðandinn Friðrik með að vinna við gerð myndarinnar hæfist á næstu misserum. Óskar Jónasson leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni S.A.S sem fær vilyrði fyrir framleiðslustyrk uppá 55 milljónir íslenskra króna . Baltasar Kormákur hefur að undanförnu einbeitt sér að því að leikstýra kvikmyndum en verður fyrir framan myndavélina í S.A.S. .
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira