Tarantino í tölvuna 21. desember 2006 16:45 Leikurinn fylgir myndinni í einu og öllu og er afar nákvæmur. Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. Leikurinn kemur yfirleitt út á sama tíma og myndin og er mikið notaður í auglýsingatilgangi. Hins vegar hefur það gerst af og til að leikir eru gerðir eftir frægum kvikmyndum, mörgum árum eftir útgáfu þeirra og bera þar hæst leikir á borð við Scarface og Godfather. Nú er kominn út leikurinn Reservoir Dogs, sem byggist algjörlega á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantinos, sem var jafnframt hans fyrsta kvikmynd og kom út árið 1992. Myndin fjallar um hóp manna sem taka þátt í vel skipulögðu skartgriparáni. Eitthvað fer þó úrskeiðis, einhver kjaftaði í lögguna og eru jafnvel sumir að þjóna eigin tilgangi en ekki hópsins. Leikurinn fylgir myndinni ítarlega og þurfa leikmenn bæði að fremja ránið og koma svo ræningjunum í skálkaskjól sitt. Leikmenn þurfa að komast að því hvernig Mr. White tókst að flýja, hvar Mr. Pink faldi demantana og leysa vandann með góðmennið Eddie, en þessar persónur ættu að vera kunnugar þeim sem myndina hafa séð. Framleiðendur leiksins gættu sín á að halda Tarantino- áhrifunum á sínum stað og endurspeglast það í skemmtilegum samtölum, miklu ofbeldi og hárbeittum húmor. Engin ein aðalpersóna er til grundvallar, heldur þurfa menn að stýra hverjum og einum bófa og ekki endilega í sömu tímaröð og kvikmyndin gerðist. Hvort sem leikmenn eru fótgangandi í bíl eða á öðru farartæki er sagt að spennan í leiknum gefi aldrei eftir. Sama tónlist er notuð í leiknum og í myndinni og ættu margir að brosa breitt þegar lagið „Stuck in the middle with you" fær að hljóma, en það var notað á eftirminnilegan hátt fyrir næstum 15 árum síðan í þekktu atriði myndarinnar. Svo auðvitað er gamla kempan Michael Madsen sem ljáir rödd sína persónu í leiknum, en hann spilaði stóra rullu í kvikmyndinni. Leikurinn spilast á PC og á Xbox og ætti að finnast í öllum helstu tölvuleikjaverslunum. Það ber þó að taka fram að hann er mjög ofbeldisfullur, rétt eins og kvikmyndin fræga. dori@frettabladid.is Ekkert nema hasar leikurinn ku vera æsispennandi og fær leikmenn til að svitna á köflum. . Reservoir Dogs fyrsta kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino en hún kom út fyrir næstum 15 árum síðan. . Leikjavísir Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. Leikurinn kemur yfirleitt út á sama tíma og myndin og er mikið notaður í auglýsingatilgangi. Hins vegar hefur það gerst af og til að leikir eru gerðir eftir frægum kvikmyndum, mörgum árum eftir útgáfu þeirra og bera þar hæst leikir á borð við Scarface og Godfather. Nú er kominn út leikurinn Reservoir Dogs, sem byggist algjörlega á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantinos, sem var jafnframt hans fyrsta kvikmynd og kom út árið 1992. Myndin fjallar um hóp manna sem taka þátt í vel skipulögðu skartgriparáni. Eitthvað fer þó úrskeiðis, einhver kjaftaði í lögguna og eru jafnvel sumir að þjóna eigin tilgangi en ekki hópsins. Leikurinn fylgir myndinni ítarlega og þurfa leikmenn bæði að fremja ránið og koma svo ræningjunum í skálkaskjól sitt. Leikmenn þurfa að komast að því hvernig Mr. White tókst að flýja, hvar Mr. Pink faldi demantana og leysa vandann með góðmennið Eddie, en þessar persónur ættu að vera kunnugar þeim sem myndina hafa séð. Framleiðendur leiksins gættu sín á að halda Tarantino- áhrifunum á sínum stað og endurspeglast það í skemmtilegum samtölum, miklu ofbeldi og hárbeittum húmor. Engin ein aðalpersóna er til grundvallar, heldur þurfa menn að stýra hverjum og einum bófa og ekki endilega í sömu tímaröð og kvikmyndin gerðist. Hvort sem leikmenn eru fótgangandi í bíl eða á öðru farartæki er sagt að spennan í leiknum gefi aldrei eftir. Sama tónlist er notuð í leiknum og í myndinni og ættu margir að brosa breitt þegar lagið „Stuck in the middle with you" fær að hljóma, en það var notað á eftirminnilegan hátt fyrir næstum 15 árum síðan í þekktu atriði myndarinnar. Svo auðvitað er gamla kempan Michael Madsen sem ljáir rödd sína persónu í leiknum, en hann spilaði stóra rullu í kvikmyndinni. Leikurinn spilast á PC og á Xbox og ætti að finnast í öllum helstu tölvuleikjaverslunum. Það ber þó að taka fram að hann er mjög ofbeldisfullur, rétt eins og kvikmyndin fræga. dori@frettabladid.is Ekkert nema hasar leikurinn ku vera æsispennandi og fær leikmenn til að svitna á köflum. . Reservoir Dogs fyrsta kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino en hún kom út fyrir næstum 15 árum síðan. .
Leikjavísir Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira