Leitin að Maríu og öðrum stjörnum 30. desember 2006 13:30 Andrew Lloyd Webber. Viðskiptajöfur og söngleikjatónskáld Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh. Þetta þykir bresku pressunni fyndið en Webber og Ian urðu fjandvinir meðan þeir leituðu að stúlku í hlutverk Maríu í Sound of Music sem þeir eru að framleiða. Leitin fór fram í þáttaröðinni How Do You Solve a Problem like Maria? sem var vinsæl í Bretlandi í ár. Átta miljónir fylgdust með þegar óþekkt leikkona, Connie Fisher, fékk hlutverkið, en sýningin kemur á svið í september og mun stúlkan vinna við það næstu árin að syngja hin kunnu lög úr Sound of Music. Hafa þegar selst miðar fyrir 12 milljónir punda á sýninguna. Webber var í þriðja sæti í fyrra en er nú kominn í fyrra form. Hann sat í efsta sæti fimm ár í röð: liðið ár var honum líka gott. Hann eignaðist öll leikhúsin sín aftur, setti Evitu á svið á ný og fór að vinna við söngleikinn sinn nýja sem byggir á sögunni frægu, Meistaranum og Margarítu eftir Mikhail Bulgakov. Ian er uppgjafa leikari sem fór að framleiða sýningar 1990. Hann rekur stærsta event-fyrirtæki í heimi og setti í ár upp 35 milljóna dollara sviðsetningu á Óperudraugnum í Las Vegas – sem er reyndar eftir Webber. Það er talin dýrasta sviðsetning sögunnar á söngleik. Þræta þeirra félaga jókst þegar í ljós kom að Ian var í viðræðum við NBC um að setja Grease á svið á Broadway án þess að láta Andrew vita. Þar verður sama leið farin: You’re the One that I Want heitir sjónvarpsþáttaröð sem byggir á hugmyndinni um að leita að stjörnum í Grease. Systurþáttur verður gerður í Bretlandi af fyrirtæki Simons Cowell. Webber undirbýr samskonar þátt fyrir BBC þar sem leitað verður að manni í titilhlutverk Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat sem Webber samdi líka. Hundrað manna listi Stage birtist í dag og er langt í að þar verði ofarlega leikarar, leikstjórar eða leikskáld. Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh. Þetta þykir bresku pressunni fyndið en Webber og Ian urðu fjandvinir meðan þeir leituðu að stúlku í hlutverk Maríu í Sound of Music sem þeir eru að framleiða. Leitin fór fram í þáttaröðinni How Do You Solve a Problem like Maria? sem var vinsæl í Bretlandi í ár. Átta miljónir fylgdust með þegar óþekkt leikkona, Connie Fisher, fékk hlutverkið, en sýningin kemur á svið í september og mun stúlkan vinna við það næstu árin að syngja hin kunnu lög úr Sound of Music. Hafa þegar selst miðar fyrir 12 milljónir punda á sýninguna. Webber var í þriðja sæti í fyrra en er nú kominn í fyrra form. Hann sat í efsta sæti fimm ár í röð: liðið ár var honum líka gott. Hann eignaðist öll leikhúsin sín aftur, setti Evitu á svið á ný og fór að vinna við söngleikinn sinn nýja sem byggir á sögunni frægu, Meistaranum og Margarítu eftir Mikhail Bulgakov. Ian er uppgjafa leikari sem fór að framleiða sýningar 1990. Hann rekur stærsta event-fyrirtæki í heimi og setti í ár upp 35 milljóna dollara sviðsetningu á Óperudraugnum í Las Vegas – sem er reyndar eftir Webber. Það er talin dýrasta sviðsetning sögunnar á söngleik. Þræta þeirra félaga jókst þegar í ljós kom að Ian var í viðræðum við NBC um að setja Grease á svið á Broadway án þess að láta Andrew vita. Þar verður sama leið farin: You’re the One that I Want heitir sjónvarpsþáttaröð sem byggir á hugmyndinni um að leita að stjörnum í Grease. Systurþáttur verður gerður í Bretlandi af fyrirtæki Simons Cowell. Webber undirbýr samskonar þátt fyrir BBC þar sem leitað verður að manni í titilhlutverk Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat sem Webber samdi líka. Hundrað manna listi Stage birtist í dag og er langt í að þar verði ofarlega leikarar, leikstjórar eða leikskáld.
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira