Stu Jackson er glæpamaður 3. janúar 2006 21:00 Það er ekki skrítið þó dómaranum hafi ekki litist á blikuna um daginn þegar Danny Fortson reyndi að ráðast á hann, því eins og sést á myndinni er hann engin smásmíði NordicPhotos/GettyImages Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður. Félagar og andstæðingar Fortson þurftu að hanga í honum í leik fyrir skömmu, þegar hann ætlaði að ráðast á dómarann eftir að hann gaf honum tæknivillu og fyrir vikið fékk Fortson enn eina sektina. Honum þykir sem hann sé lagður í einelti af dómurum og segir að Kobe Bryant hafi til að mynda fengið mun vægari meðferð fyrir olnbogaskot sitt um jólin. "Það sem Stu Jackson gerði mér er að mínu mati glæpsamlegt og ekkert annað," sagði Fortson. "Hann er eins og atvinnukrimmi sem snýr upp á hendina á þér og kúgar af þér peninga. Að ég skuli vera að fá harðari refsingu en Kobe Bryant fékk fyrir að gefa manni olnbogaskot viljandi í andlitið er ekkert annað en fáránlegt og glæpsamlegt," sagði Fortson og bætti við að Jackson hefði látið sig borga himinháa sekt fyrir eitthvað sem dómari leiksins hefði klagað í hann- en Fortson vill meina að dómarinn hafi verið að ljúga öllu saman. Mikið má vera ef NBA-einvaldurinn David Stern fer ekki að skerast í leikinn í garð þessara ummæla, en hann er vanur að láta hratt og örugglega til sín taka ef honum þykir sem einhver sé að draga vald sitt í efa eða sverta nafn deildarinnar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Sjá meira
Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður. Félagar og andstæðingar Fortson þurftu að hanga í honum í leik fyrir skömmu, þegar hann ætlaði að ráðast á dómarann eftir að hann gaf honum tæknivillu og fyrir vikið fékk Fortson enn eina sektina. Honum þykir sem hann sé lagður í einelti af dómurum og segir að Kobe Bryant hafi til að mynda fengið mun vægari meðferð fyrir olnbogaskot sitt um jólin. "Það sem Stu Jackson gerði mér er að mínu mati glæpsamlegt og ekkert annað," sagði Fortson. "Hann er eins og atvinnukrimmi sem snýr upp á hendina á þér og kúgar af þér peninga. Að ég skuli vera að fá harðari refsingu en Kobe Bryant fékk fyrir að gefa manni olnbogaskot viljandi í andlitið er ekkert annað en fáránlegt og glæpsamlegt," sagði Fortson og bætti við að Jackson hefði látið sig borga himinháa sekt fyrir eitthvað sem dómari leiksins hefði klagað í hann- en Fortson vill meina að dómarinn hafi verið að ljúga öllu saman. Mikið má vera ef NBA-einvaldurinn David Stern fer ekki að skerast í leikinn í garð þessara ummæla, en hann er vanur að láta hratt og örugglega til sín taka ef honum þykir sem einhver sé að draga vald sitt í efa eða sverta nafn deildarinnar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Sjá meira