Samuel Eto´o var enn eina ferðina á skotskónum fyrir BarcelonaNordicPhotos/GettyImages
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Barcelona verji titil sinn í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, því í gær vann liðið fimmtánda sigur sinn í röð í öllum keppnum þegar það lagði erkifjendur sína í Espanyol 2-1. Það voru Samuel Eto´o og Deco sem skoruðu mörk Katalóníuliðsins.